Gísli Guðjónsson (Kirkjubæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gísli Guðjónsson frá Kirkjubæ, vélstjóri fæddist 20. janúar 1914 og drukknaði 6. febrúar 1938.
Foreldrar hans voru Guðjón Eyjólfsson bóndi á Kirkjubæ, f. 9. mars 1872, d. 14. júlí 1935, og kona hans Halla Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1875, d. 6. september 1939.

Börn Höllu og Guðjóns á Kirkjubæ voru:
1. Guðmundur sjómaður, f. 28. apríl 1900, drukknaði 16. desember 1924.
2. Jóhann Eyjólfur sjómaður, f. 20. desember 1901, drukknaði 20. ágúst 1924.
3. Gunnar Guðjónsson, f. 12. október 1903, d. 21. nóvember 1903.
4. Kristinn Guðjónsson, f. 7. október 1904, d. 18. október 1904.
5. Gunnar skipstjóri, f. 6. desember 1905, drukknaði 6. febrúar 1938.
6. Sigrún vinnukona, f. 9. júlí 1907, d. 20. júní 1967.
7. Þórdís húsfreyja, f. 26. nóvember 1908, d. 2. júní 1995, kona Sigurðar Bjarnasonar.
8. Jórunn Ingunn húsfreyja, f. 14. febrúar 1910, d. 28. nóvember 1995, kona Guðmundar Guðjónssonar.
9. Þórarinn bifreiðastjóri, f. 20. janúar 1912, d. 7. maí 1992, ókvæntur.
10. Gísli vélstjóri, f. 20. janúar 1914, drukknaði 6. febrúar 1938.
11. Lilja, f. 16. október 1915, d. 10. mars 1921.
12. Emma Kristín Reyndal húsfreyja, verslunarkona á Akranesi, f. 25. janúar 1917, d. 25. október 2001. Hún varð kjörbarn Jóhanns Péturs Reyndals bakarameistara í Tungu og konu hans Halldóru Guðmundu Kristjánsdóttur Reyndal húsfreyju.
13. Andvana drengur, f. 4. mars 1918.
14. Kjartan, f. 22. apríl 1919, d. 3. maí 1919.

Gísli var með foreldrum sínum.
Hann var sjómaður, vélstjóri á Víði VE, er hann fórst með allri áhöfn 6. febrúar 1938. Meðal skipverja var Gunnar bróðir Gísla.
Þeir, sem fórust voru:
1. Gunnar Guðjónsson skipstjóri.
2. Gísli Guðjónsson vélstjóri.
3. Ólafur Jón Markússon frá Fagurhól.
4. Jón Árni Bjarnason frá Eyrarbakka.
5. Hallur Þorleifsson frá Eyrarbakka.

Gísli var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.