Gísli Engilbertsson (málarameistari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gísli Engilbertsson fæddist 28. apríl 1919 og lést 2. mars 2002. Hann var sonur Engilberts Gíslasonar húsamálara og Guðrúnar Sigurðardóttur húsmóður.

Gísli
Gísli

Gísli lærði málaraiðn hjá föður sínum á árunum 1934-38. Hann lauk prófi frá Iðnskóla Vestmannaeyja og sveinsprófi 1938. Meistarabréf fékk hann árið 1941. Hann vann við málningarstörf í Reykjavík og á Selfossi í nokkur ár eftir það, áður en hann flutti aftur til Vestmannaeyja. Hér starfaði hann til við málningarstörf til ársins 1979 þegar hann gerðist starfsmaður hjá lífeyrissjóðum stéttarfélaganna í Vestmannaeyjum.

Gísli kvæntist Elínu Loftsdóttur þann 23. ágúst 1947 og áttu þau börnin Engilbert f. 1951 og Guðrúnu f. 1956.

Myndir