„Gísli Bjarnason (Ofanleiti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7: Lína 7:
}}
}}


[[Flokkur:Fólk]]
[[Flokkur:Prestar]]
[[Flokkur:Prestar]]
[[Flokkur:Prestar að Ofanleiti]]
[[Flokkur:Prestar að Ofanleiti]]
[[Flokkur:Fólk fætt á 17. öld]]
[[Flokkur:Fólk dáið á 18. öld]]
[[Flokkur:Ofanbyggjarar]]

Útgáfa síðunnar 28. júní 2007 kl. 10:40

Gísli Bjarnason var prestur að Ofanleiti frá 1713 til 1734. Hann var fæddur að Grund í Skorradal. Foreldrar Gísla voru Bjarni, lögréttumaður, Sigurðsson í Heynesi og kona hans Helga Gísladóttir frá Skarði á Landi, Bjarnasonar.

Gísli varð stúdent frá Skálholtsskóla 1706 og var síðan þrjú ár í þjónustu Jóns biskups Vídalíns. Hann vígðist árið 1710 sem kirkjuprestur í Skálholti og gegndi konrektorsembætti þar til ársins 1711 en fékk veitingu fyrir Ofanleiti 1713 og hélt því til 1734, er hann tók við Melum. Hann var vel metinn maður, hraustur og harðger og vel efnum búinn en hvorki er getið konu hans né barna. Sennilega ókvæntur.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.