Friðþjófur G. Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Friðþjófur Ingi Guðnason Johnsen.

Friðþjófur Ingi Guðnason Johnsen lögmaður, skattstjóri fæddist 21. júlí 1911 í London við Miðstræti 3 og lést 20. apríl 1963.
Foreldrar hans voru Guðni Hjörtur Johnsen útgerðarmaður, kaupmaður, f. 15. júní 1888, d. 18. janúar 1921, og kona hans Jóhanna Erlendsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1888, d. 3. september 1970.

Börn Jóhönnu og Guðna voru:
1. Friðþjófur Ingi Guðnason Johnsen lögfræðingur, f. 21. júlí 1911, d. 20. apríl 1963.
2. Ágústa Sigríður Möller húsfreyja í Reykjavík, f. 26. júní 1913, d. 29. október 2007.
3. Erla Johnsen Guðnadóttir, f. 3. júlí 1916, d. 11. febrúar 1917.
4. Rögnvaldur Ólafur Johnsen húsameistari, f. 5. apríl 1920, d. 26. febrúar 2008.

Börn Jóhönnu og Sterker Hermansen:
5. Guðni Agnar Hermansen listmálari, málarameistari, f. 28. mars 1928, d. 21. september 1989.
6. Sveinbjörn Lárus Hermansen skrifstofumaður, f. 13. desember 1930, d. 22. júní 1987.
7. Erla Ágústa Björg Hermansen húsfreyja, f. 10. maí 1934, d. 10. september 2012.

Friðþjófur varð stúdent í MR 1931, cand. juris í HÍ 1937, varð héraðsdómslögmaður 1941.
Hann vann að málflutningi í Rvk til vors 1938, rak málflutningsskrifstofu í Eyjum frá 1938 til æviloka. Hann var hafnframt lögfræðingur útibús Útvegsbanka Íslands í Eyjum og Vestmannaeyjabæjar til 1951, gegndi oft setudómarastörfum í Eyjum. Hann var skipaður skattstjóri í Eyjum 20. október 1962 til æviloka.
Friðþjófur sat í yfirkjörstjórn Vestmannaeyja frá 1942 og jafnan formaður. Hann var formaður Norræna félagsins í Eyjum frá stofnun 1957.
Ritstörf:
Hann gaf út Heimaklett, Vestmannaeyjum 1943-1944.
Þau Gudrun giftu sig 1962, eignuðust ekki börn.

I. Kona Friðþjófs, (11. ágúst 1962), var Gudrun Rolighed Johnsen, fædd Christensen, húsfreyja, síðar búsett í Vejle í Danmörku. Foreldrar hennar Christian Axel Rolighed Christensen vélaverksmiðjurekandi í Vejle, f. 8. september 1888, d. 23. janúar 1973, og kona hans Anna Marie Pouline Christensen, f. Enevoldsen, húsfreyja, f. 24. nóvember 1886, d. 18. júlí 1954.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.