Fjóla Sigurðardóttir (Búlandi)

From Heimaslóð
Revision as of 12:52, 8 October 2020 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Fjóla Sigurðardóttir frá Búlandi, húsfreyja, verkstjóri fæddist þar 27. júní 1925 og lést 8. nóvember 2013.
Foreldrar hennar vor Sigurður Bjarnason múrari, verkamaður, f. 28. október 1884 í Garðsauka í Hvolhreppi, Rang., d. 12. apríl 1959, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. september 1891 á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, d. 22. nóvember 1981.

Móðursystkini Elínar í Eyjum:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja á Þinghól, f. 18. júlí 1880, d. 6. janúar 1970.
2. Eyjólfur Sigurðsson skipstjóri, trésmiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, d. 31. desember 1957.
3. Júlía Sigurðardóttir húsfreyja í Dvergasteini, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.
4. Sigurbjörn Sigurðsson bóndi á Syðstu-Grund, síðar í Eyjum, f. 15. september 1896, d. 29. mars 1971.

Börn Sigríðar og Sigurðar á Búlandi:
1. Sigurður Sigurðsson vélstjóri, síðast í Reykjavík, f. 23. janúar 1915 á Hnausum, d. 5. mars 1994.
2. Elín Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 11. mars 1917 á Hnausum, d. 16. janúar 2015.
3. Sigurbjörg Svava Sigurðardóttir, f. 29. maí 1918 á Sæbergi, d. 4. mars 1919 í Vinaminni.
4. Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. desember 1919 í Heklu, d. 1. maí 2010.
5. Óskar Jón Árnason Sigurðsson bifreiðastjóri, verkamaður, síðast í Hafnarfirði, f. 2. febrúar 1921 á Búlandi, d. 19. október 1998.
6. Sigríður Sigurðardóttir yngri, verslunarstjóri í Reykjavík, f. 8. febrúar 1923 á Búlandi, d. 8. janúar 2009.
7. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1924 á Búlandi, d. 31. janúar 2011.
8. Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, verkstjóri, f. 27. júní 1925 á Búlandi, d. 16. ágúst 2017.
9. Emil Sigurðsson bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 3. desember 1927 á Búlandi.

Fjóla var með foreldrum sínum í æsku, með þeim 1934, en farin 1940.
Hún var verkakona, verkstjóri þvottahúss hersins á Keflavíkurflugvelli í 40 ár.
Hún átti heimili á Vesturgötu 7.
Fjóla lést 2013.

I. Barnsfaðir hennar var Hilmar Rúnar Breiðfjörð Jóhannsson verkamaður, f. 21. mars 1928, d. 7. desember 2010. Hann var bróðir Hjálmars manns Guðmundu Dagmarar systur Fjólu. Foreldrar hans voru Jóhann Benediktsson verkstjóri í Reykjavík, f. 6. janúar 1885, d. 4. júlí 1962 og Guðfinna Árnadóttir húsfreyja, f. 18. maí 1898, d. 25. maí 1991.
Barn þeirra er
1. Guðrún Hjálmarsdóttir, húsfreyja, verktaki, f. 15. janúar 1949. Hún er kjörbarn Guðmundu Dagmarar og Hjálmars.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.