Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2005 kl. 13:25 eftir Simmi (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2005 kl. 13:25 eftir Simmi (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Saga

Upphaf

Enski ræðismaðurinn Gísli J. Johnsen komst í kynni við enskt félag í Grimsby sem fiskimjöl í stórum stíl og sá hann að tilvalið væri að setja þannig félag á stofn hér í Vestmannaeyjum. Samkvæmt landslögum varð hann að hafa verksmiðjuna á sínu nafni, en félagði sá um bygginu og borga þær vélar sem til þurfti.

Þegar skipið með vélarnar kom hingað, lagðist það á Víkina, því skip hefðu þá ekki komist inn á höfnina. Allar vélar á þessum tíma voru mjög þungbyggðar þannig að erfiðlega gekk að koma vélum félagsins í land. Sívalningarnir og þurrkararnir voru þyngstir af vélarhlutunum. Þeir voru þéttaðir til beggja enda og þeim fleytt í land. Aðrir hlutar var komið í uppskipunarbáta sem sigldu með þá í land. Eftir að allt var komið í land þurfti að koma öllum þessum hlutum vestur í verksmiðjuhúsið. Að lokum komust allir vélarhlutirnir á sinn stað og tók verksmiðjan til starfa í aprílmánuði 1913.

Starfsemin

Verksmiðjan mun vera fyrsta verksmiðja sinnar tegundar sem byggð hefur verið hér við land. Rétt er þó að geta að franskt félag hóf byggingu fiskimjölsverksmiðju á eiðinu áður en Gísli J. Johnsen hóf byggingu sína, en hún var aldrei nema hálfbyggð.

Hráefnið var keypt af útgerðarmönnum, nema það sem barst verksmiðjunni frá útgerð Gísla sjálfs. Var hráefninu ekið inn að verksmiðjunni á tveim hestvögnum.

Framleiðslumagn verksmiðjunnar var ein smálest af fiskimjöli á hverjum 12 tímum

Fyrstu starfsmenn verksmiðjunnar

Fiskimjölsverksmiðjan í eldgosinu

Fiskimjölsverksmiðjan í dag


Heimildir

  • Halldór Magnússon. Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum. Blik 1972. 29. árg.