Fólk

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júní 2005 kl. 15:33 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júní 2005 kl. 15:33 eftir Smari (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Í gegnum aldirnar hafa margir Eyjamenn unnið sér góðs orðstírs hér í Vestmannaeyjum sem og á meginlandinu og jafnvel víða erlendis. Ógjörningur er að telja upp alla eyjamenn þar sem að þeim hefur skipt tugum þúsunda í frá Landnámsöld, en hægt er með nokkuð góðu móti að stikla á stóru nöfnunum, ef svo mætti að orði komast, og tíunda þá Eyjamenn sem að menn eru almennt sammála um að hafi skipt sköpum fyrir menningu og þjóðlíf eyjanna.

Smá upptalning

Þetta ætti að endurskrifa

  • Ási í Bæ var einn frægasti tónlistarmaður Vestmannaeyja, fyrr eða síðar. Hann samdi mjög mörg lög og ljóð, þar á meðal Ástin Bjarta og Ég veit þú kemur, sem hann samdi með Oddgeiri Kristjánssyni.
  • Oddgeir Kristjánsson samdi mörg fræg lög með Ása í Bæ.
  • Binni í Gröf var landsfrægur aflamaður.
  • Þorsteinn Víglundsson var einn atorkusamasti athafnamaður eyjanna, þekktastur fyrir byggingu gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, þar sem nú er Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum.
  • Þorsteinn Jónsson var mikill fiskimaður, en hann var formaður á sínum vélarbát í 48 ár.
  • Sigfús M. Johnsen var á þriðja tug ára fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í Reykjavík. Árið 1940 varð hann bæjarfógeti í Vestmannaeyjum.
  • Sigmund, sem hefur teiknað skopmyndir fyrir Morgunblaðið í áraraðir er samt þekktastur meðal sjómanna fyrir uppfinningarnar sínar: Sigmundsbeltið og sjálfvirka losunarbúnaðinn.
  • Guðlaugur Friðþórsson öðlaðist heimsfrægð þegar að skipið Hellisey sem að hann var háseti á sökk suðaustur af Heimaey árið 1984, en þá synti hann um 5 kílómetra í land í vonskuveðri, gekk yfir nýja hraunið sem var þá enn heitt og gerði bæjarbúum viðvart um afdrif skipsins.
  • Árni Johnsen var lengi alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og er umsjónarmaður brekkusöngsins á Þjóðhátíð í Eyjum.
  • Guðjón Hjörleifsson var í átta ár bæjarstjóri Vestmannaeyja, en situr nú á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn ásamt því að vera í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
  • Lúðvík Bergvinsson er í bæjarstjórn Vestmannaeyja, og situr á Alþingi fyrir Samfylkinguna
  • Snorri Óskarsson er frægastur fyrir aðild sína að Hvítasunnusöfnuðinum.
  • Gísli Óskarsson, er fréttamaður hjá RÚV, þekktur líffræðingur og heimildamyndagerðarmaður. Þeir Snorri eru bræður.
  • Páll Zóphóníasson var bæjartæknifræðingur Vestmannaeyja í eldfellsgosinu 1973 og er áframhaldandi byggð á Heimaey að miklu leyti honum að þakka.
  • Frægasti háhyrningur í heimi, Keikó, var fluttur frá Bandaríkjunum til Vestmannaeyja síðsumars 1998 og dvaldist hann í sérsmíðaðri kví í Klettsvík á Heimaey í nokkur ár þar til honum var sleppt lausum í Atlantshafið, en hann dó utan stranda Noregs árið 2003, og var grafinn í jörðu þar í landi.