Eyjólfur Pétursson (skipstjóri)

From Heimaslóð
Revision as of 13:34, 7 November 2022 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Eyjólfur

Eyjólfur Pétursson fæddist í Laugardal í Vestmannaeyjum 4. nóvember 1946. Hann er sonur hjónanna Sigríðar Eyjólfsdóttur og Péturs Þorbjörnssonar. Eyjólfur Pétursson eignaðist barn með Steinunni Bárðardóttur 1974. Hann var kvæntur Ingveldi Gísladóttur, en hún er látin. Þau eiga tvö börn.

Eyjólfur byrjaði sem hálfdrættingur á togurum frá Reykjavík með föður sínum sem var skipstjóri hjá Bæjarútgerðinni. Eyjólfur var háseti og stýrimaður þar til hann tók við togaranum Hallveigu Fróðadóttur árið 1969 og var með hana í þrjú ár. Árið 1972 var hann ráðinn sem skipstjóri á skuttogarann Vestmannaey. Á fyrstu 15 mánuðunum undir hans stjórn fiskaði Vestmannaey 4,200 tonn. Eyjólfur gerðist meðeigandi í útgerð Vestmannaeyjar en seldi sinn hlut í útgerðinni rétt fyrir aldamótin 2000 og flutti til Reykjavíkur þar sem hann hóf sjoppurekstur í Hafnarfirði.
Eyjólfur Pétursson var aflakóngur Vestmannaeyja 1966 og 1967.


Heimildir