Eyjólfur Pálsson (skólastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Eyjólfur Helgi Pálsson kennari, skólastjóri, framkvæmdastjóri, starfsmaður Rauða krossins fæddist 20. maí 1932 í Háagarði við Austurveg 30 og lést 29. október 1998.
Foreldrar hans voru Páll Eyjólfsson forstjóri, f. 22. september 1901 á Klöpp í Höfnum, Gull., d. 4. apríl 1986, og kona hans Fanný Guðjónsdóttir frá Oddsstöðum, húsfreyja, f. 4. mars 1906, d. 26. nóvember 1994.

Börn Fannýjar og Páls:
1. Guðjón Pálsson tónlistarmaður, f. 23. ágúst 1929 í Háagarði, d. 12. apríl 2014.
2. Helga Pálsdóttir, f. 30. mars 1931 í Háagarði, d. 6. janúar 1932 í Háagarði.
3. Eyjólfur Helgi Pálsson skólastjóri, framkvæmdastjóri, f. 20. maí 1932 í Háagarði, d. 29. október 1998.
4. Jón Pálsson sjómaður, skipstjóri, f. 18. júní 1934 að Helgafellsbraut 19, d. 22. júní 2015.
5. Guðlaug Pálsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 14. apríl 1939 á Helgafellsbraut 19.
6. Guðrún Ásta Pálsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. apríl 1940 á Helgafellsbraut 19.
7. Erla Pálsdóttir húsfreyja, starfsstúlka, f. 8. maí 1944 á Heiðarvegi 28.
8. Tómas Njáll Pálsson bankastarfsmaður, f. 4. september 1950 á Heiðarvegi 28.

Eyjólfur var með foreldrum sínum, í Háagarði, á Bolsastöðum við Helgafellsbraut 19, við Heiðarveg 28.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1949, varð stúdent í Menntaskólanum á Laugarvatni 1955, stundaði nám í Háskóla Íslands 1956-1957.
Eyjólfur stundaði sjómennsku á sumrum samhliða námi, en hóf kennslu við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1957, og var skipaður skólastjóri þar haustið 1963. Því starfi gegndi hann til 1974, en var í námsleyfi 1969-70. Hann kenndi einnig við Iðnskóla Vestmannaeyja og á vélstjórnarnámskeiðum í Eyjum.
Eyjólfur varð framkvæmdastjóri Sjúkrahússins, er það tók til starfa í nýrri byggingu árið 1974 og gegndi því starfi til 1995.
Eftir flutning til Reykjavíkur síðla árs 1997, réðst hann til starfa hjá Rauða krossi Íslands og vann þar meðan heilsa leyfði.
Eyjólfur tók virkan þátt í félagsmálum í Eyjum, var í Rótarýklúbbi Vestmannaeyja og forseti hans um skeið, í stjórn Rauða krossdeildarinnar og í forustu Listvinafélags Vestmannaeyja, sem einkum stóð fyrir djasshátíðum um hvítasunnu í Vestmannaeyjum.
Þau Ásta giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Strembugötu 20.
Eyjólfur lést 1998.

I. Kona Eyjólfs, (13. desember 1958), er Ásta Ólafsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. 18. júlí 1936.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Eyjólfsdóttir kennari á Akureyri, f. 1. október 1957. Maður hennar Örn Þórðarson byggingameistari.
2. Páll Eyjólfsson tónlistarmaður, f. 27. mars 1966.
3. Stefán Ólafur Eyjólfsson matreiðslumaður í Innri-Njarðvík, f. 2. apríl 1970. Fyrrum sambúðarkona hans Helga Jóna Sigurðardóttir. Sambúðarkona hans Jóhanna Elísabet Ólafsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.