Erna Kristinsdóttir (Litla-Hvammi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Erna Kristinsdóttir.

Erna Kristinsdóttir frá Litla-Hvammi, húsfreyja, verslunarmaður, sjúkraliði fæddist þar 22. mars 1935 og lést 2. desember 1999.
Foreldrar hennar voru Brynjólfur Kristinn Friðriksson frá Látrum við Vestmannabraut 44, útgerðarmaður, verslunarmaður, f. 2. júlí 1911, d. 1. apríl 1984, og kona hans Anna Einarsdóttir frá London, húsfreyja, f. 20. desember 1913, d. 4. desember 1979.

Börn Önnu og Kristins:
1. Erna Kristinsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 22. mars 1935 í Litla-Hvammi, d. 2. desember 1999. Maður hennar var Guðlaugur Helgason.
2. Einar Friðrik Kristinsson framkvæmdastjóri, f. 21. ágúst 1941, d. 21. september 2017. Kona hans var Ólöf Októsdóttir.
3. Sigríður Kristinsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 13. nóvember 1948. Maður hennar, (skildu), var Hilmar Ragnarsson. Sambýlismaður hennar er Kristinn Sigurðsson.







ctr


Anna Einarsdóttir og Kristinn Friðriksson með Ernu dóttur sinni.


Erna var með foreldrum sínum í æsku, í Litla-Hvammi og á Urðavegi 42. Hún flutti með þeim til Reykjavíkur.
Erna varð sjúkraliði.
Hún vann verslunarstörf, síðan var hún sjúkraliði á ýmsum deildum Landspítalans.
Þau Guðlaugur giftu sig 1956, eignuðust tvö börn.
Erna lést 1999.

I. Maður Ernu, (19. maí 1956), er Guðlaugur Helgason, f. 24. janúar 1934. Foreldrar hans voru Helgi Ólafsson kennari, f. 10. október 1899, d. 13. maí 1976, og kona hans Valý Þorbjörg Ágústsdóttir, f. 23. júní 1904, d. 20. janúar 1999.
Börn þeirra:
1. Kristinn Jón Guðlaugsson byggingaverktaki, f. 23. mars 1954.
2. Anna Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 2. desember 1958. Maður hennar Hannes Leifsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.