Erna H. Kolbeins (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Revision as of 19:51, 25 July 2021 by Viglundur (talk | contribs)
Jump to navigation Jump to search
Erna H. Kolbeins.

Erna Halldórsdóttir Kolbeins frá Ofanleiti, húsfreyja, kennari fæddist 21. janúar 1928 á Stað í Súgandafirði og lést 5. september 2007 á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru séra Halldór Kristján Eyjólfsson Kolbeins prestur, f. 16. febrúar 1893, d. 29. nóvember 1964, og k.h. Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins húsfreyja, f. 26. mars 1898, d. 18. mars 1973.

Börn Láru og Halldórs:
1. Ingveldur Aðalheiður Kolbeins, f. 23. desember 1924, d. 28. október 2015. Maður hennar Sæmundur Jón Kristjánsson, látinn.
2. Gísli H. Kolbeins, f. 30. maí 1926, d. 10. júní 2017. Kona hans Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir Kolbeins, látin.
3. Erna H. Kolbeins, f. 21. janúar 1928, d. 5. september 2007. Maður hennar Torfi Magnússon.
4. Eyjólfur Kolbeins, f. 14. október 1929, d. 16. október 2017. Fyrrum kona hans Ragnhildur Lára Hannesdóttir.
5. Þórey Mjallhvít Kolbeins, f. 31. ágúst 1932, d. 17. júlí 2021. Maður hennar Baldur Ragnarsson, látinn.
6. Lára Ágústa Halldórsdóttir Kolbeins, f. 31. janúar 1938. Maður hennar Snorri Gunnlaugsson, látinn.
Fósturbörn Láru og Halldórs:
7. Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir, f. 16. september 1927. Fyrrum maður hennar Jón G. Scheving. Maður hennar Jón Hjalti Þorvaldsson, látinn.
8. Ólafur Valdimar Valdimarsson, f. 28. september 1935, d. 9. febrúar 2017. Kona hans Anna Jörgensdóttir, látin.

Erna var með foreldrum sínum í æsku, á Stað í Súgandafirði til 1941, á Mælifelli í Skagafirði 1941-1945, og flutti með til Eyja 1945.
Hún lauk gagnfræðaprófi 1945 í Menntaskólanum á Akureyri og handmenntakennaraprófi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1949.
Erna var handmenntakennari við grunnskóla Reykjavíkur um árabil, síðast við Seljaskóla. Einnig kenndi hún í mörg ár við Námsflokka Reykjavíkur.
Þau Torfi giftu sig 1950, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Reykjavík.
Torfi lést 1990 og Erna 2007.

I. Maður Ernu, (1950), var Torfi Magnússon frá Fremri-Brekku í Saurbæ í Dal., skrifstofumaður, söngvari í kvartettinum Leikbræður, f. 27. janúar 1919, d. 9. maí 1990. Foreldrar hans voru Magnús Ingimundarson bóndi á Fremri-Brekku, síðar í Reykjavík, f. 10. ágúst 1890 á Staðarhóli í Saurbæjarhreppi, d. 7. ágúst 1958 og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 10. mars 1896 á Miðhúsum í Bæjarhreppi, Strand., d. 18. febrúar 1992.
Börn þeirra:
1. Halldór Torfason jarðfræðingur, f. 10. júní 1951. Kona hans Steingerður Védís Stefánsdóttir.
2. Ragnheiður Torfadóttir kennari, f. 1. mars 1953. Maður hennar Gunnar Ingi Hjartarson.
3. Lára Torfadóttir kennari, f. 16. ágúst 1956. Maður hennar Hafsteinn Pálsson.
4. Ásthildur Gyða Torfadóttir skrifstofumaður, f. 26. desember 1958. Maður hennar Kristberg Tómasson.
5. Erna Torfadóttir kennari, f. 14. janúar 1966. Maður hennar Geir Sæmundsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 14. september 2007. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.