Emil Þór Guðjónsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Emil Þór Guðjónsson.

Emil Þór Guðjónsson frá Dölum, málarameistari fæddist 15. febrúar 1944 í Innstu-Vogum í Innri-Akraneshreppi, Borg.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson búfræðingur, bóndi í Dölum, f. 13. desember 1913, d. 30 mars 2001, og kona hans Helga Þuríður Árnadóttir frá Burstafelli, húsfreyja, f. 15 maí 1918, d. 8. desember 2008.

Börn Helgu og Guðjóns:
1. Árnný Sigurbjörg Guðjónsdóttir, f. 19. september 1940.
2. Oddfríður Jóna Guðjónsdóttir, f. 22. maí 1942
3. Emil Þór Guðjónsson, f. 15. febrúar 1944.
4. Guðmundur Helgi Guðjónsson, f. 5. mars 1947.
5. Ásbjörn Guðjónsson, f. 28. janúar 1949.
6. Elín Ebba Guðjónsdóttir, f. 20. október 1952.
7. Lárus Jóhann Guðjónsson, f. 6. febrúar 1959.

Emil Þór var með foreldrum sínum, fluttist með þeim til Eyja.
Hann lærði málaraiðn í Reykjavík 1969-1973. Meistari var Valgarður Magnússon. Hann lauk Iðnskólanum í Reykjavík og sveinsprófi 1973, öðlaðist meistararéttindi 1973.
Emil Þór vann fiskvinnslu, var starfsmaður á Matstofu Hraðfrystistöðvarinnar í 3 vetur, í Gúanó í 2 ár.
Hann vann við iðn sína til 1976, er hann varð bifreiðastjóri á Þrótti og við það var hann í 25 ár.
Hann flutti til Selfoss 2001, vann þar við iðn sína til 2014, er hann hætti störfum.
Þau Stella Sólborg giftu sig 1965, eignuðust tvö börn og Stella átti eitt barn áður.

I. Kona Emils Þórs, (18. apríl 1965), er Stella Sólborg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. apríl 1944. Foreldrar hennar Sigurður Hannesson verkamaður, sjómaður, síðast í Garðabæ, f. 21. mars 1913 í Keflavík, d. 22. mars 1984, og kona hans Anna Dagmar Lovísa Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1907 á Sauðárkróki, d. 7. janúar 1977.
Börn þeirra:
1. Guðjón Þór Emilsson umsjónarmaður á Selfossi, f. 16. mars 1965 í Eyjum. Kona hans Fanney Stefánsdóttir.
2. Helga Dagmar Emilsdóttir mannauðsstjóri, f. 12. febrúar 1966. Maður hennar Guðfinnur Jónsson.
Barn Stellu:
3. Sigurður Harðarson vélvirki, f. 23. desember 1958. Kona hans Lára Daníelsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Emil Þór.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.