Emerentíana Benediktsdóttir

From Heimaslóð
Revision as of 20:02, 22 January 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Emerentíana Benediktsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ og Sæbergi fæddist 15. október 1871 í Holtssókn u. Eyjafjöllum og lést líklega í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Benedikt Magnússon bóndi, f. 1838, og kona hans Elín Stefánsdóttir húsfreyja, f. 19. mars 1834, d. 9. maí 1927.

Systur hennar í Eyjum voru:
1. Oddný Benediktsdóttir húsfreyja í Gröf, f. 15. desember 1864, d. 10. apríl 1940.
2. Elísabet Benediktsdóttir húsfreyja á Sólheimum, f. 30. september 1874, líklega d. í Vesturheimi.

Emerentíana giftist Jóni 1894 og bjó með honum í Mjósundi í Útskálasókn á Reykjanesi 1901. Með þeim þar var Elín móðir hennar, Benedikt Friðriksson systursonur hennar 14 ára og Nikulás Benedikt Nikulásson systursonur hennar, f. 3. september 1899 í Krýsuvíkursókn.
Þau Jón fluttust til Reykjavíkur og bjuggu þar nokkur ár, eignuðust þar þrjú börn.
Þau fluttust til Eyja frá Reykjavík 1910, bjuggu á Kirkjubæ 1910, á Sæbergi við brottför til Vesturheims 1913.

Maður Emerentíönu, (1894), var Jón Magnússon sjómaður, f. 24. febrúar 1873 á Stærribæ í Grímsnesi, d. líklega í Vesturheimi.
Börn þeirra hér:
1. Magnús Helgi Jónsson, f. 27. júní 1897 í Útskálasókn á Reykjanesi.
2. Bentína Mekin Jónsdóttir, f. 22. október 1900 í Útskálasókn.
3. Elín Jónsdóttir, f. 6. september 1904 í Reykjavík.
4. Hinrik Kristinn Jónsson, f. 7. nóvember 1906 í Reykjavík.
5. Þuríður Jónsdóttir, f. 6. nóvember 1907 í Reykjavík.
6. Jens Hafsteinn Jónsson í Winnipeg, f. 6. júní 1912.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.