Elínborg Jónsdóttir (Laufási)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elínborg Jónsdóttir frá Laufási, húsfreyja, útgerðarmaður, launafulltrúi fæddist þar 6. september 1941.
Foreldrar hennar voru Jón Guðleifur Ólafsson frá Garðsstöðum, vélstjóri, bifreiðastjóri, yfirfiskimatsmaður, f. 20. september 1916, d. 16. febrúar 1985, og kona hans Anna Þorsteinsdóttir frá Laufási, húsfreyja, f. 13. maí 1919, d. 18. desember 2010.

Börn Önnu og Jóns Guðleifs:
1. Elínborg Jónsdóttir húsfreyja, útgerðarmaður, síðar launafulltrúi á Sjúkrahúsinu, f. 6. september 1941 í Laufási.
2. Ólafur Jónsson skrifstofumaður, f. 23. júní 1948 í Laufási.
3. Þorsteinn Jónsson skipasmiður, síðar veitingamaður, f. 19. maí 1951 í Laufási, d. 9. apríl 2010.
4. Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri Lifrarsamlagsins, síðar verslunarstjóri, f. 9. desember 1956 á Austurvegi 3.

Elínborg var með foreldrum sínum í æsku, í Laufási og við Austurveg 3.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1957.
Elínborg vann á Pósthúsinu til giftingar 1960, síðar var hún launafulltrúi hjá Sjúkrahúsinu í 22 ár. Einnig sá hún um bókhald og gjaldkerastörf hjá útgerð þeirra Guðjóns.
Þau Guðjón giftu sig 1960, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Austurhlíð 12 við Gos 1973, síðan við Hraunslóð 2.
Guðjón lést 1987.

I. Maður Elínborgar, (31. desember 1960), var Guðjón Pálsson útgerðarmaður og skipstjóri, f. 10. maí 1936, d. 20. nóvember 1987.
Börn þeirra:
1. Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri, f. 27. júní 1960. Kona hans Sigríður Árný Bragadóttir.
2. Anna Guðjónsdóttir sálfræðingur, starfsmaður Félagsstofnunar stúdenta, f. 21. febrúar 1970. Maður hennar Gísli Sigurgeirsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.