Elín Jóna Jóhannsdóttir

From Heimaslóð
Revision as of 11:50, 30 July 2024 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Elín Jóna Jóhannsdóttir.

Elín Jóna Jóhannsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður fæddist 13. febrúar 1926 í Reykjavík og lést 3. júní 2012.
Foreldrar hennar voru Jóhann Pálsson trésmiður frá Hrífunesi í Skaftártungu, V-Skaft., f. 6. október 1887 á Mýrum í Álftaveri, d. 12. júlí 1978, og kona hans Þórunn Sigríður Árnadóttir frá Pétursey, húsfreyja, f. þar 17. maí 1893, d. 4. febrúar 1937 í Reykjavík.

Elín var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hennar lést er Elín var 11 ára, og því dvaldi hún flest sumur hjá frændfólki sínu í Hrífunesi.
Hún nam í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði 1945-1946 og vann síðan skrifstofustörf í Reykjavík, en 1952 nam hún fatahönnun í London.
Þau Símon giftu sig 1953, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hvoli við Urðaveg, á Geithálsi, Herjólfsgötu 2 1956, byggðu hús við Búastaðabraut 5, bjuggu þar við skírn tvíburanna Jónínu og Jóhanns í desember 1958 og til Goss, er þau fluttust í Garðabæ.
Elín vann um skeið utan heimilis í Eyjum, við afgreiðslustörf í Félagsbakaríinu (,,Vogsabakaríi“) og skrifstofustörf hjá Ísfélaginu.
Þau Símon settust að í Hörpulundi í Garðabæ og bjuggu þar í 32 ár, en bjuggu síðar við Boðahlein hjá Hrafnistu í Hafnarfirði.
Elín vann við Landsbankann til starfsloka.
Símon lést 2007 og Elín Jóna 2012.

I. Maður Elínar Jónu, (4. janúar 1953), var Símon Waagfjörð bakari, bólstrari, verkamaður, f. 1. maí 1924, d. 13. desember 2007.
Börn þeirra:
1. Símon Þór Waagfjörð vélfræðingur, kennari, f. 11. september 1953.
2. Kristín Sigríður Vogfjörð dr. í jarðeðlisfræði, húsfreyja, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, f. 24. apríl 1956.
3. Jónína Waagfjörð M.Sc.-sjúkraþjálfari, heilsuhagfræðingur, húsfreyja, kennari, f. 13. október 1958.
4. Jóhanna Waagfjörð þjóðhagfræðingur, framkvæmdastjóri Haga, f. 13. október 1958.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Morgunblaðið 11. júní 2012. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.