Einarshöfn
Jump to navigation
Jump to search
Húsið Einarshöfn var byggt árið 1922. Það er við Kirkjuveg 15a. Húsið er nefnt eftir Einari Jónssyni sem byggði húsið. Á neðri hæð hússins er rekin hárgreiðslustofan Hárfínt en á efri hæð er íbúðarhúsnæði. Árið 2006 búa þar Sigtryggur Þrastarson og sonur hans Guðjón Örn. Þar var einnig skóverkstæði í útihúsi á bak við húsið einnig var Skóverslun Axels Ó Lárussonar og ýmsar aðrar verslanir.
Helstu atriði í eigenda- og íbúasögu
- Einar Jónsson byggði húsið
- Emma á Heygum ekkja, 1934
- Oddur Þorsteinsson og fjölskylda
- Bragi Jósefsson
- Oddur Bragason
- Axel Einarsson
- Félag Kaupsýslumanna um 1980
- Steinunn Einarsdóttir
- Sigtryggur Þrastarson
Heimildir
- Heimagata. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.