Einar Sveinn Ólafsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Sveinn Ólafsson framkvæmdastjóri fæddist 10. október 1957 á Ásavegi 2B.
Foreldrar hans voru Ólafur Valdimar Oddsson frá Sælingsdal í Dalasýslu, sjómaður, verkamaður, verktaki, f. 8. september 1935, d. 12. janúar 2023, og kona hans Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir frá Sætúni við Bakkastíg 10, húsfreyja, skrifstofumaður, forstöðukona, f. 10. febrúar 1937.

Einar var með foreldrum sínum, á Ásavegi 2B, við Faxastíg 45, flutti með þeim til Reykjavíkur 1958 og síðan í Kópavog.
Hann lauk námi í málmiðnaðardeild Iðnskólans í Reykjavík 1976, í Vélskóla Íslands 1980 og lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1982. Hann stundaði nám í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, gæðastjórnun og var í rekstrar- og viðskiptanámi við Endurmenntun Háskóla Íslands og lauk því námi 2010.
Einar vann á Vélaverkstæði Haraldar Böðvarssonar á Akranesi frá 1980 til 1982, var vélstjóri á bv. Sigurfara 1982-1983, var verksmiðjustjóri Fiskimjölsverksmiðju Grundarfjarðar 1983-1986, var framleiðslustjóri Ístess hf. 1986-1992, framleislustjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár 1992-1997, stöðvarstjóri hjá Olíudreifingu 1997-2010, fyrst á Norðurlandi 1997-1998, síðan í Reykjavík 1998-2010. Einar var framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum 2010-2013 og hefur verið framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins frá 2013.
Einar var stjórnarformaður Hafnasamlags Norðurlands, sat í hafnarstjórn Akureyrar 1987-1997. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir framsóknarfélögin á Akureyri og í Grundarfirði, sat í bygginganefnd Grundarfjarðar og í kjördæmasambandi framsóknarfélaganna á Norðurlandi eystra, sat í stjórn Mjölverksmiðjunnar hf. á Hvammstanga, í stjórn íþróttafélagsins Þórs og Skíðafélags Grundarfjarðar, í stjórn Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu og starfaði í Lionshreyfingunni um 20 ára skeið. Hann hefur nýlega verið formaður stjórnar Samtaka atvinnurekenda á sunnanverður Vestfjörðum.
Þau Hafdís giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Kona Einars Sveins er Hafdís Gísladóttir húsfreyja, f. 29. janúar 1959. Foreldrar hennar Gísli Kristjánsson skipstjóri, f. 21. janúar 1928 í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, d. 28. febrúar 2020, og konu hans Lilja Finnbogadóttir húsfreyja, f. 5. maí 1930 á Seyðisfirði, d. 18. júní 2022.
Börn þeirra:
1. Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir starfsmaður á leikskóla, f. 30. nóvember 1989. Sambúðarmaður Guðmundur Njáll Þórðarson.
2. Guðmundur Grétar Einarsson verkamaður, f. 20. mars 1990.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.