Einar Páll Kristmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. nóvember 2021 kl. 16:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. nóvember 2021 kl. 16:33 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Einar Páll Kristmundsson á Borgarhól, kennari, málari í Reykjavík fæddist 21. júlí 1921 í Vík í Mýrdal og lést 27. nóvember 1998.
Foreldrar hans voru var Kristmundur Jónsson kennari, f. 2. júlí 1873, d. 20. febrúar 1929, og kona hans Jónína Margrét Einarsdóttir húsfreyja, ljósmóðir og kjólameistari, f. 26. nóvember 1887, d. 28. nóvember 1959.

Einar Páll var með móður sinni í Vík í Mýrdal og á Borgarhól í æsku. Hann missti föður sinn 7 ára gamall, var í Landakoti á Vatnsleysuströnd 1930.
Einar Páll var hjá móður sinni í Holtum, var í unglingaskóla í Þykkvabæ í Djúpárhreppi í Holtum 1935-1937.
Hann tók kennarapróf 1950, tók sveinspróf í málaraiðn 1952.
Einar Páll var kennari við Miðbæjarskólann í Reykjavík og stundaði jafnframt málaraiðn sína.

I. Kona hans, (20. ágúst 1954), var Guðrún Jónasdóttir frá Hátúni í Seyluhreppi, Skagaf., húsfreyja, skrifstofumaður, f. 12. október 1927, d. 8. maí 2019. Foreldrar hennar voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi, f. 17. maí 1891, d. 18. júlí 1938, og kona hans Steinunn Sigurjónsdóttir frá Stóru-Gröf í Staðarhreppi, Skagaf, húsfreyja, f. 5. febrúar 1891, d. 28. febrúar 1981.
Börn þeirra:
1. Kristín Margrét Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. maí 1955. Barnsfeður hennar Jón Sigfússon og Jóhann Ingi Jóhannsson. Sambúðarmaður hennar Sigurður Oddgeirsson.
2. Jónas Gunnar Einarsson viðskiptafræðingur í Reykjavík, f. 21. mars 1960 í Reykjavík. Sambúðarkona hans Þorbjörg Kristveig Kjartansdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.