Einar Jónsson (mormóni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. nóvember 2021 kl. 13:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. nóvember 2021 kl. 13:38 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Einar Jónsson (mormóni).

Einar Jónsson formaður, smiður og mormónatrúboði fæddist 16. ágúst 1839 á Sámsstöðum í Fljótshlíð og lést 25. maí 1900 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jón Halldórsson bóndi, f. 1813, d. 21. desember 1895, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1799, d. 4. október 1891.

Einar var með foreldrum sínum á Eystri-Hól í V-Landeyjum 1840, 7 ára með þeim í Finnshúsi í Teigssókn í Fljótshlíð 1845 og 1855, var sjómaður á Suðurnesjum 1860.
Hann kom úr Teigssókn að Stakkagerði 1868.
Einar var titlaður skipherra við giftingu sína 1871, verslunarþjónn 1874.
Hann var búsettur í Pétursborg 1874 og skírðist til mormónatrúar á því ári. Hann fluttist til Utah 1880 frá Helgahjalli, titlaður smiður.
Einar kom aftur til Eyja í trúboðserindum 1889. Einhver vandi henti hann svo að hann varð að hætta trúboðinu. Þess má geta, að fjölkvæni var opinberlega hætt meðal mormóna með yfirlýsingu (manifesto) forseta þeirra 1890.
Með giftingu þeirra Margrétar var hann orðinn tvíkvænismaður, átti konu í Utah.
Einar varð undir olíufati, slasaðist illa og lést 1900.

I. Barnsmóðir Einars var Auðbjörg Sigurðardóttir í Skipagerði, f. 30. september 1832 í Sigluvíkursókn, d. 8. ágúst 1917.
Barn þeirra:
1. Sigurður Einarsson bóndi á Austur-Sámsstöðum í Fljótshlíð, f. 22. október 1858, d. 31. maí 1939. Kona hans Anna Sigurðardóttir.

Einar var þríkvæntur og tvíkvænismaður.
II. Kona hans, (5. nóvember 1871), var Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Helgahjalli, f. 24. júlí 1849 í Stóra-Dal u. Eyjafjöllum, d. 8. maí 1931 í Spanish Fork.
Börn þeirra Einars:
2. Guðrún Helga Einarsdóttir, f. 26. febrúar í 1872 í Sjólyst, d. 20. júlí 1975 í Pétursborg úr „hálsveiki“.
3. Jóhanna Einarsdóttir, f. 2. júlí 1874 í Pétursborg Eyjum, fór til Vesturheims 1880.
4. Guðrún Einarsdóttir, f. 5. október 1875 í Eyjum, d. 2. nóvember 1889 í Spanish Fork í Utah.
5. Ágústína Einarsdóttir, f. 1. ágúst 1878 í Eyjum, fór til Vesturheims 1880, d. 3. maí 1957 í Utah. Maður hennar Guðmundur Þorsteinsson Thorsteinsson.
6. Nicholas Wisconsin Einarsson Johnson, f. 11. maí 1880 um borð í gufuskipinu S.S. Wisconsin á leið til Vesturheims, d. 4. maí 1958 í Utah.
7. Alice Theodora Einarsdóttir Johnson, f. 5. nóvember 1882 í Spanish Fork í Utah.
8. Ephraim Alexander Einarsson Johnson, f. 7. janúar 1885 í Spanish Fork í Utah.
9. Sarah Einarsdóttir Johnson, f. 16. nóvember 1886 í Spanish Fork í Utah.
10. Elizabeth Einarsdóttir Johnson, f. 27. október 1888 í í Spanish Fork í Utah.

III. Kona Einars, (5. ágúst 1885 í Logan Utah Temple, skildu 5. nóvember 1890), var Ingveldur Árnadóttir frá Vilborgarstöðum, þá 17 ára, f. 28. júní 1867, d. 2. mars 1948 í Raymond í Alberta-fylki í Kanada.
Barn þeirra var
11. Einar Alexander Einarsson (Johnson), f. 25. ágúst 1886 í Utah, d. 13. júlí 1965 í Idaho-fylki í Bandaríkjunum.

IV. Kona Einars, (í mars 1889) var Margrét Guðmundsdóttir frá Ömpuhjalli, f. 29. júní 1862, d. 21. apríl 1904.
Gifting Margrétar og Einars og fæðing Guðrúnar Alexöndru og Martels finnast ekki skráðar í prestþjónusubækur í Eyjum og er það líklega vegna þess að Einar var yfirlýstur mormóni og trúboði og skírn sóknarprests hefur því ekki átt sér stað. Giftingarinnar er getið í skrám frá Utah og nöfn barnanna finnast þar. Börn þeirra voru:
12. Guðrún Alexandra Einarsdóttir, f. 6. janúar 1890 í Eyjum, d. 12. september 1906.
13. Martel Einarsson, f. 1891, niðursetningur á Gjábakka 1901, vinnudrengur þar 1907.
14. Óskar Jón Einarsson, f. 27. apríl 1893 í Nöjsomhed. Hann fluttist til Austfjarða með móður sinni 1894 og síðar (1912) til Suður-Afríku með norskum hvalveiðimönnum, settist þar að og mun eiga þar afkomendur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.