Einar Jónsson (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Jónsson frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, vinnumaður á Vesturhúsum fæddist 30. mars 1855 og lést 31. júlí 1878.
Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson, síðar bóndi í Vorsabæ í A-Landeyjum, Syðri-Rotum u. Eyjafjöllum, f. 30. september 1832 í Litla-Bakkakoti á Rangárvöllum, d. 28. maí 1910 í Miðeyjarhólmi í A-Landeyjum, og Anna Jónsdóttir bústýra í Hallgeirsey, f. 26. mars 1815, d. 17. maí 1898.

Börn Jóns Guðmundssonar og Guðrúnar Jónsdóttur bústýru hans í Eyjum:
1. Steinunn Jónsdóttir húsfreyja á Hálsi, f. 28. júní 1884, d. 22. mars 1968.
2. Kristmundur Jónsson (kennari), f. 2. júlí 1873, d. 20. febrúar 1929.
Sonur Jóns og Önnu Jónsdóttur bústýru í Hallgeirsey í A-Laneyjum:
3. Einar Jónsson vinnumaður á Vesturhúsum, f. 30. mars 1855, d. 31. júlí 1878.

Einar var með bústýrunni móður sinni í æsku, í Hallgeirsey 1860 og 1870.
Hann var vinnumaður á Vesturhúsum 1877, hrapaði til bana í Flugum 1878.
Einar var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.