Egill Símonarson (Miðey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. janúar 2022 kl. 16:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. janúar 2022 kl. 16:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Egill Símonarson''' frá Miðey við Heimagötu 33, löggiltur endurskoðandi í Reykjavík, ríkisbókari fæddist 31. október 1915 í Miðey og lést 18. febrúar 1978.<br> Foreldrar hans voru Símon Egilsson útgerðarmaður, f. 22. júlí 1883, d. 20. ágúst 1924 og kona hans Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1891, d. 4. mars 1962. Egill var með foreldrum sínum, en...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Egill Símonarson frá Miðey við Heimagötu 33, löggiltur endurskoðandi í Reykjavík, ríkisbókari fæddist 31. október 1915 í Miðey og lést 18. febrúar 1978.
Foreldrar hans voru Símon Egilsson útgerðarmaður, f. 22. júlí 1883, d. 20. ágúst 1924 og kona hans Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1891, d. 4. mars 1962.

Egill var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Egill var tæpra níu ára.
Hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík 1936, prófi í viðskiptafræði í Háskóla Íslands 1947, fékk löggildingu endurskoðanda 1954.
Egill var með móður sinni í Miðey 1940, flutti með henni til Reykjavíkur á fyrri hluta fimmta áratugarins og bjó með fjölskyldunni að Víðimel 53, síðar í Sóheimum 23, en síðast við Miklubraut 9.
Egill vann í ríkisbókhaldinu 1947-1948 og var fullrúi og síðar endurskoðandi hjá Ríkisendurskoðun 1948-1963.
Hann var ríkisbókari frá 1. janúar 1964-1969.
Egill rak eigin endurskoðunarskrifstofu í Reykjavík frá 1969 til æviloka. Hann var kjörin sérstakur endurskoðandi við Seðlabanka Íslands frá 1962 til æviloka.
Egill giftist Sigríði 1967. Þau voru barnlaus saman.

I. Kona Egils, (6. maí 1967), var Sigríður Kristjánsdóttir deildarstjóri, stjórnarráðsfulltrúi, f. 8. ágúst 1927, d. 12. október 2018. Foreldrar hennar voru Kristján Lyngdal Gestsson verslunarstjóri, framkvæmdastjóri, stórkaupmaður í Reykjavík, f. 4. janúar 1897, d. 5. apríl 1971 og kona hans Auðbjörg Tómasdóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1901, d. 3. febrúar 1996.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.