Dómhildur Guðmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 11:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 11:37 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Dómhildur Guðmundsdóttir vinnukona í Hlíðarhúsum, síðar húsfreyja á Suðurnesjum, fæddist 21. mars 1865 í Breiðahlíð í Mýrdal og lést 19. desember 1944 í Keflavík.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmudsson vinnumaður, síðar eitt ár á Kirkjubæ, f. 28. nóvember 1828 í Skammadal í Mýrdal, og bústýra hans Margrét Eyjólfsdóttir, f. 22. mars 1827 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 7. febrúar 1917 á Býjarskerjum á Reykjanesi.

Dómhildur var niðursetningur í æsku og vinnukona víða í Mýrdal.
Hún fluttist til Eyja frá Vatnsskarðshólum í Mýrdal 1897, var vinnukona í Hlíðarhúsum 1898 og 1899.
Hún eignaðist tvíbura með Tómasi Dudman, enskum skipstjóra 1898.
Annar tvíburanna, Karólína, fór í fóstur til hjóna á Kirkjubæ, Guðlaugar Guðmundsdóttur, f. 27. maí 1855, d. 20. nóvember 1931og Magnúsar Eyjólfssonar, f. 17. mars 1860, d. 24. júlí 1940, en Dagmar var með móður sinni, var með henni á Nyrðri-Flankastöðum á Miðnesi 1901.
Dómhildur var vinnukona á Nyrðri-Flankastöðum 1901, giftist Guðmundi Péturssyni 1908, var húsfreyja í Bergvík í Leiru 1910, í Grænagarði í Gerðum 1920, að lokum í Keflavík.
Hún lést 1944.

I. Barnsfaðir hennar var Tomas Dudman, enskur skipstjóri.
Börn þeirra voru:
1. Karólína Dudman Tómasdóttir, tvíburi, f. 27. maí 1898, d. 16. júní 1980.
2. Dagmar Dudman Tómasdóttir, tvíburi, f. 27. maí 1898, d. 8. maí 1919.

II. Maður Dómhildar, (1908), var Guðmundur Pétursson sjómaður, f. 5. október 1887, d. 12. júlí 1962.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.