Bragi Tómasson (Höfn)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bragi Tómasson.

Bragi Tómasson frá Höfn við Bakkastíg 1 fæddist 4. mars 1939 og lést 2. ágúst 2002.
Foreldrar hans voru Tómas Maríus Guðjónsson frá Sjólyst, útgerðarmaður, kaupmaður, umboðsmaður, f. 13. janúar 1887, d. 14. júní 1958, og síðari kona hans Sigríður Vilborg Magnúsdóttir frá Brekkum á Rangárvöllum, húsfreyja, f. 4. október 1898, d. 18. september 1968.

Börn Sigríðar og Tómasar voru:
1. Magnea Rósa lyfjafræðingur, lyfsali, f. 20. september 1928, d. 5. febrúar 2023.
2. Gerður Erla húsfreyja, f. 21. febrúar 1933.
3. Bragi öryrki, f. 4. mars 1939, d. 2. ágúst 2002.

Börn Tómasar og Hjörtrósar fyrri konu hans:
1. Hannes skipstjóri, f. 17. júní 1913, d. 14. október 2003.
2. Martin Brynjólfur útgerðarmaður og forstjóri, f. 17. júní 1915, d. 1. janúar 1976.
3. Jóhannes bankaritari, f. 13. mars 1921, d. 18. júlí 2016.

Barn Tómasar og Guðrúnar Árnadóttur húsfreyju frá Hurðarbaki í Flóa, f. 19. september 1888, d. 28. september 1972:
7. Guðjón Tómasson deildarstjóri, eftirlitsmaður hjá Flugmálastjórn, f. 29. ágúst 1925, d. 2. desember 1977.
Uppeldisdóttir Tómasar var
8. Laufey Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, bróðurdóttir Tómasar, f. 12. apríl 1912, d. 26. júlí 1982.

Bragi fæddist með Downs heilkenni og var öryrki.
Hann var með foreldrum sínum meðan þeirra naut við, bjó hjá Gerði systur sinni í Höfn við Gosið 1973.
Bragi fluttist til Reykjavíkur bjó hjá systrum sínum, Rósu og Gerði uns hann fór á sambýlið í Stuðlaseli 2 1999.
Hann lést 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.