Blik 1978/Lundaveiðar (kvæði)

From Heimaslóð
Revision as of 20:29, 13 October 2010 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Blik 1978/Lundaveiðar (kvæði)“ [edit=sysop:move=sysop])
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Efnisyfirlit 1978ÁRNI ÁRNASON,
símritari:


Lundaveiðar
Er lagt skal upp til „Lunda“
í langa veiðiför
og fögnuð frelsisstunda
er fleyi ýtt úr vör.
Því úti-lífið lokkar
þá ljómar ey og bær
en innst í hugum okkar
er endurminning kær.


Háfur til handar
hafinn er fljótt.
Árgolan andar,
útrunnin nótt.


En kátt er oft í kofa
um kvöld við sólarlag
og senn er mál að sofa
unz sól rís næsta dag.
Þá streymir hlýja um hjarta
við hægan öldunið,
er haf og himinn skarta
í hljóðum næturfrið.


Hér valdi virta „staði“
hin vaska fjalla sveit
er fuglinn ferðaglaði
hóf för í sílisleit.
Tveir hnoðrar heima bíða
í holu af fornri gerð
unz fiskinn silfur fríða
þeir fá í morgunverð.


Þó lognið riti rúnir
á reidda mararsæng
er blær við efstu brúnir,
sem betur lyftir væng.
Hér finnst þeim létt að fljúga
— en frelsis vonin sveik —
Þeir kurra dátt sem dúfa
við dauða í næsta leik.


Vindbára vék sér
vestur um land.
Lognaldan lék sér
við Landeyjasand.


(Ágrip af ævi þessa mœta Vestmannaeyings
var birt í Bliki árið 1965.)