Blik 1962/Úr ríki náttúrunnar

From Heimaslóð
Revision as of 20:33, 28 September 2021 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Efnisyfirlit 1962Úr ríki náttúrunnarSANDHVERFA
í fiskasafni Gagnfræðaskólans.

Við þykjumst hafa orðið þess áskynja, að meira hefur veiðzt af sjaldgæfum fiskum við Eyjar á þessu ári en oftast áður. Hér skulu nefndir þeir helztu:
V.b. Jón Stefánsson, skipstjóri Sigurður Elíasson, fékk á netavertíð (30. marz 1961), stóra földung í net. Hann var 175 cm á lengd. Fiskurinn skemmdist við netavinduna og var því eigi hirtur í fiskasafn Gagnfræðaskólans.
Margar sandhverfur hafa veiðzt við Eyjar á þessu ári og hefur skólinn látið setja eina upp. Hér birtum við mynd af henni. Einnig hefur skólinn látið setja upp blákjöftu. Báðir þessir síðast nefndu fiskar veiddust á v b. Tý, skipstj. Karl Ólafsson, og gaf skipshöfnin skólanum fiskana. Við kunnum henni beztu þakkir fyrir.
Guðni Gunnarsson, fiskifræðingur, sem er gamall nemandi gagnfræðaskólans, hefur tvívegis fært skólanum að gjöf amerískar skeljar og kuðunga, sem mikill fengur er að í safni skólans.

Fiðrildasafnið, sem Kristján Egilsson gaf skólanum.

Í haust kom ungur Vestmannaeyingur úr siglingum. Hann hafði m.a. siglt til Brasilíu. Þar keypti hann uppsett fiðrildi, sem hann færði gagnfræðaskólanum að gjöf, er heim kom. Piltur þessi er Kristján Egilsson Árnasonar, Hólagötu 19 hér í bæ.
Margir nemendur mínir hafa fært skólanum ýmsar ómetanlegar gjafir úr skauti náttúrunnar, svo sem skeljar og kuðunga. Einnig hefur Ingimar Óskarsson gefið skólanum sjaldgæfa kuðunga.
Öllum þessum gefendum færum við alúðarfyllstu þakkir fyrir hinar góðu og kærkomnu gjafir. Verði framvegis haldið fram á sömu braut, eignumst við Eyjabúar fjölbreytt náttúrugripasafn til fræðslu, gagns og menningar öllum, sem hér búa.

30. 12. 1961.
Þ.Þ.V.