Blik 1958/Blaðaútgáfa í Eyjum 40 ára

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. júní 2015 kl. 21:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. júní 2015 kl. 21:27 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1958



ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON:


40
Blaðaútgáfa í Eyjum
ára


Á s.l. ári (1957) voru 40 ár liðin, síðan blaðaútgáfa hófst í Vestmannaeyjum. Í tilefni þessa merkisafmælis birtir Blik nú skrá yfir flest blöð, og svo bæklinga, sem komið hafa út hér á þessum fjórum áratugum.
Geir Jónasson magister, bókavörður við Landsbókasafnið, hefir af góðvild sinni gefið Bliki uppistöðuna í skrá þessa. Það eru þau blöð, sem hafa verið gefin út á þessum árum og til eru í fórum Landsbókasafnsins.
Í mörg ár hefi ég safnað blöðum, sem gefin hafa verið hér út, handa Byggðarsafni Vestmannaeyja. Þó hefur mér ekki tekizt að ná þeim öllum saman.
Nokkrir bæklingar og blöð, sem gefin hafa verið hér út á þessum árum, virðast ekki vera til í eigu Landsbókasafnsins, en eru hinsvegar geymd í Byggðarsafninu.
Á s.l. ári gerði ég nokkra gangskör að því að safna þessum blöðum og bæklingum, því að það er áhugamál mitt, að Byggðarsafnið eignist sem allra heillegast safn þeirra og þau megi þar verða heimildir og fræðslulindir um eitt og annað varðandi sögu Eyjanna, þá tímar líða. Nokkuð varð mér ágengt um að fylla út í skörðin hjá mér. Þó vantar enn æðimikið á, að skarðalaust sé. Sérstaklega vantar þau blöð tilfinnanlega, sem komu hér út, áður en ég fluttist hingað.
Öllum þeim, sem gefið hafa Byggðarsafninu blöð og bæklinga og gert þar með sitt til að fylla út í skörðin, færi ég alúðarþakkir. Jafnframt bið ég alla góða menn og göfgar konur að gefa eða selja Byggðarsafninu þau blöð, sem til eru og skráin ber með sér, að enn eru ekki til í fórum safnsins.
Þeir, sem til þessa hafa gefið Byggðarsafninu blöð og bæklinga og veitt mér þannig hjálp til að gera safnið sem allra samfelldast, eru m.a. Páll Eyjólfsson, forstjóri, Sigurður Magnússon, verkstjóri, Sigurður Guðmundsson, smíðanemi frá Háeyri, f.h. Árna bróður síns, Ragnar Hafliðason, veitingamaður, Loftur Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum og Gunnar Sigurmundsson prentsmiðjustjóri.
Ég er sannfærður um, að margir munu á eftir koma.
Í skránni er blöðunum raðað eftir aldri, eftir því sem kostur er, og nær hún til síðustu áramóta. „Hvað missagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það heldur, er sannara reynist.“ Þess vegna eru allar leiðréttingar teknar með þökkum.

Vestmannaeyjum, 1. jan. 1958.


SKEGGI
Vestmannaeyjum, 1917—1920, 1.—3. árg.
Útgefendur: Nokkrir Eyjaskeggjar. Ritstjóri: Páll Bjarnason.
Prentsmiðja Vestmannaeyja.
1. ár: 27. okt. 1917 — 12. okt. 1918, 51 tbl.
2. ár: 18. okt. 1918 — 22. des. 1919, 52 tbl.
3. ár: 31. des. 1919 — 15. maí 1920, 18 tbl.
Vikublað.
Vestm. 1926—1927, 4. árg. Blað frjálslyndra manna í Vestmannaeyjum.
Ritstjóri: V. Hersir.
Prentsmiðja G.J. Johnsen.
4. árg.: 12. júní 1926 — 19. febr. 1927, 34 tbl.
Vikublað.
Byggðarsafnið á ekkert af Skeggja.

SKJÖLDUR.
Útgáfunefnd: Jes A. Gíslason, Friðrik Þorsteinsson, Sigurjón Jónsson, Jón Sverrisson og Georg Gíslason.
Eigendur: Fél. í Vestmannaeyjum.
Ritstjóri: Páll V. G. Kolka.
Prentsmiðja Vestmannaeyja.
1. árg. 12. okt. 1923 — 5. júlí 1924, 41 tbl.
Vikublað.
Byggðarsafnið á ekkert af Skildi.

ÞÓR.
Ritstjóri: V. Hersir.
Prentsmiðja G.J. Johnsen.
1. árg. 6. ágúst 1924 — 30. apríl 1925, 41 tbl.
Byggðarsafnið á ekkert af Þór.

DAGBLAÐIÐ.
Vestmannaeyjum 1926.
Útg.: Félag í Vestmannaeyjum.
Ritstjóri: Einar Sigurðsson.
Prentsmiðja Guðjónsbræðra Vm.
1. árg.: 17. október — 4. nóv. 1926, 1.— 7. tbl., 16 bls.
Ekkert er til af blaði þessu á Byggðarsafninu.

EYJABLAÐIÐ.
Útgefandi: Verkamannafél. Drífandi í Vestmannaeyjum.
Ritstjórn: Ísleifur Högnason, Haukur Björnsson og Jón Rafnsson.
1. árg., 26. sept. — 22. des. 1926.
Vikublað.
Með 16. tbl. 1. árg. tekur Vilhjálmur S. Vilhjálmsson við ritstjórn blaðsins og kom út 10 tbl. undir hans ritstjórn. Með 26. tbl. 1. árg. er Jón Rafnsson skráður ábyrgðarmaður blaðsins og er það framvegis til 9. júlí 1927, en þá kemur út 44. tbl. 1. árgangs og virðist útgáfa blaðsins þar með á enda að sinni.
13 tbl. af 1. árgangi eru prentuð í Prentsm. Guðjónsbræðra.
Með 14. tbl. er tekið að prenta blaðið í Prentsmiðju Eyjablaðsins.


EYJABLAÐIÐ.
Útgefandi: Sósíalistafélag Vestmannaeyja.
Ábyrg ritnefnd:
Haraldur Bjarnason, Árni Guðmundsson.
Prentstofa J.H.G.
1. árg., 4. marz — 20. júní 1939, 6 tbl.
1. maí 1940, 4 bls., ábyrgðarm.: Ísleifur Högnason.
Félagsprentsmiðjan h.f.
2. árg., 1940, 1. — 6. tbl., fjölritað.
3. árg., 3. ág. — 20 des. 1941, 7. — 16. tbl.
4. árg., 3 febr. — 1942, 11 tbl. eða fleiri.
5. árg., 12. marz — 1. maí 1944, 3 tbl.
6. árg., 18. des. 1945, 1. tbl.
7. árg., 10. jan. — 31. des. 1946, 24 tbl.
8. árg., 13. jan. — 9. des. 1947, 19 tbl. og jólablað 12 bls.
9. árg., 22. jan. 1948 — 24. febr. 1949, 35 tbl. og jólablað 20 bls.
10. árg., 4. marz — 30. des. 1949, 38 tbl. og jólablað 12 bls.
11. árg., 12. jan. — 23. des. 1950, 26 tbl.
12. árg., 13. jan. — 13. des. 1951, 19 tbl.
13. árg., 24. jan. — 23. des. 1952, 12. tbl.
14. árg., 17. jan. — 14. des. 1953, 15 tbl. og jólablað 16 bls.
15. árg., 2. jan. — 30. des. 1954, 8 tbl.
16. árg., 5. jan. — 26. sept. 1955, 10 tbl.
17. árg., áramót — 11. okt. 1956, 14 tbl.
18. árg., 19. jan.
Þessir hafa verið ritstjórar og ábyrgðarmenn Eyjablaðsins eða í ritnefnd þess:
Ísleifur Högnason (Fyrstu 3 árin).
Sigurður Guttormsson (1942 — 1947).
Með 3. tbl. 8. árgangs verður Ástgeir Ólafsson (Ási í Bæ) ritstjóri blaðsins.
Með 35. tbl. 9. árgangs (24. febr. 1949) tekur Einar Bragi Sigurðsson að sér ábyrgðina á blaðinu. Síðasta tbl. þess árg.
Með 1. tbl. 10. árgangs tekur þessi ritnefnd við blaðinu:
Einar Bragi Sigurðsson áb., Sigurður Guttormsson, Ólafur Á. Kristjánsson, Þórarinn Magnússon, Friðjón Stefánsson og Oddgeir Kristjánsson.
Á 31. tbl. 10. árgangs er hvorki tilgreind ritnefnd né ábyrgðarm.
Með 33 tbl. er orðin sú breyting á, að E.B.S. hverfur úr ritnefndinni en Gísli Þ. Sigurðsson bætist í hana. Ábyrgðarm. verður þá Friðjón Stefánsson.
Með 1. tbl. 11. árgangs hverfur G.Þ.S. úr ritnefndinni en Sigurður Jónsson kemur í hans stað. Ábyrgðarm. verður Ástgeir Ólafsson, að næstu 14 tbl.
Með 15. tbl. 11. árgangs verður Friðjón Stefánsson aftur ábm. blaðsins og Á.Ó. hverfur úr ritnefndinni.
Með 3. tbl. 12. árg. gerist Sigurður Jónsson ábm. blaðsins og hefir áfram ritnefndina við hlið sér.
Með 7. tbl. 15. árg. hverfur ritnefndin en S.J. er áfram ábyrgðarmaður blaðsins.
Með 8. tbl. 15. árgangs verður Tryggvi Gunnarsson ábyrgðann. blaðsins. Hefur hann verið það síðan.
Síðan 1945 hefir Prentsmiðjan Eyrún h.f. í Vm. prentað blaðið. Áður var það prentað ýmist hér í Eyjum eða í Rvík. Þessar prentsmiðjur önnuðust prentun blaðsins fyrir árið 1945:
Prentsm. Guðjónsbræðra, Prentsmiðja Eyjablaðsins, Prentstofa J.H.G., Félagsprentsmiðjan h.f., Eyjaprentsmiðjan, Víkingsprent, Prentsmiðjan Oddi og Prentsmiðjan Hólar.
Byggðarsafnið á Eyjablaðið frá upphafi nema þessi tölublöð, sem hér með er óskað eftir:
3. árg. 1.—15. tbl.
4. árg. 7. tbl.
12. árg. 7. tbl.

KOSNINGABLAÐ.
Vestmannaeyjum 1927.
Ritstjóri: Erlendur Kristjánsson.
Prentsmiðja Gísla J. Johnsen.
1. árg., 1. tbl. 25. jan. 1927.
Ekki til í Byggðarsafninu.


KONSÚLLINN.
Vestmannaeyjum 1928.
Útg.: Nokkrar konsúlaspírur.
Ritstjóri: Georg Þorkelsson.
Prentsmiðja Vikunnar.
1. ár, 1. tbl. er hvorki tölusett, dagsett né ársett.
2. tbl. 6. nóv. 1928.
3. tbl., engin dagsetning.
Byggðarsafnið vantar 1. og 2. tbl.

HUGINN.
Vestmannaeyjum 1928.
Frétta- og auglýsingablað fyrir Vestmannaeyjar.
Ritstjóri: Sigurður Guðmundsson.
Prentsm. að Helgafellsbr. 19, Vm.
1. ár, 30. marz—20. okt. 1928, 1.— 15. tbl.
Aðeins 14. tbl. til í Byggðarsafninu.

VIKAN.
Vestmannaeyjum 1928.
Útg.: Jafnaðarmannafélag Vestmannaeyja.
Ritstjóri: Steindór Sigurðsson og meðritstj.: Andrés Straumland.
1. ár, 4. nóv. 1928 — 1. febr. 1930, 1. — 48. tbl.
2. ár, 8. febrúar — 13. apríl 1930, 1. — 6. tbl.
Prentsmiðja Vikunnar.
Blaði þessu fylgdi ávarp til Vestmannaeyinga, 4. nóv. 1928.
Nokkur ruglingur á dags. tbl. og nr.
Af 54 tbl. vantar Byggðarsafnið 34 tbl.

BLÓMIÐ.
Vestmannaeyjum, 1928—1930.
Útgef.: Reglustarfsemin í Vestmannaeyjum.
Ritstj.: Þorsteinn Þ. Víglundsson.
Prentsmiðja Vikunnar, Vm.
—„— Víðis, Vm.
—„— Jóns Helgas., Rvík.
1. árg., des. 1928, 1. tbl., 8 bls.+augl.
febr. 1929, 2. tbl, 8 bls. + augl.
marz 1929. 3. tbl, 8 bls. +augl.
okt. 1929, 4. tbl., 8 bls. + augl.
des. 1929, 5. tbl., 8 bls.+augl.
2. árg., febr. 1930, l.tbl., 8 bls.+augl.
okt. 1930. 2. tbl.. bls. 9—16.
des. 1930, 3. tbl. bls. 17—24.
Kápa með öllum tbl. nema 2. árg. 2. og 3. tbl.
Bernsku- og æskublað.
Byggðarsafnið á allt blaðið.

GÆGIR.
Vestmannaeyjum, 1930.
Ritstj. og ábyrgðarm. 1. tbl. M. Sigurðsson og G. Guðmundss. og Co.
Ritstj. og ábyrgðarm. 2. og 3. tbl.: Helgi M.S. Bergmann.
Prentsmiðja Víðis og Ísafoldarprentsmiðja.
1. ár, ágúst — nóv. 1930, 1. — 3. tbl., 24. bls.
Vantar 2. tbl.

ÁRBLIK.
Spíritistablað.
Útgefandi: Kr. Linnet.
Prentsmiðja Víðis.
1. ár, maí 1930, 1. tbl., 12 bls.
Byggðarsafnið á blaðið.

ALÞÝÐUBLAÐ
VESTMANNAEYJA.
Vestmannaeyjum 1931.
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstj.: Vilhjálmur S. Vilhjálmss.
Alþýðuprentsmiðjan.
1. ár, í júní 1931, 1. tbl., 4 bls.
Byggðarsafnið á blaðið.

ÞJÁLFI.
Vestmannaeyjum 1932.
Íþróttamálgagn.
Útg.: Nokkrir áhugamenn í Vestmannaeyjum.
Ritstj.: Karl Jónsson og Árni Guðmundsson. Eyjaprentsmiðjan.
1. ár, maí — ágúst 1932, 1. — 5. tbl., 40 bls. 4. tbl. með kápu.
Vantar 1, 2. og 3. tbl.

ÍSLENZKA VIKAN.
Vestmannaeyjum 1932 og 1933.
Útg.: Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja.
Eyjaprentsmiðjan.
1932, 1. tbl. apríl, 6 bls. 1933, 1. tbl. 2. maí 1933, 8 bls.
Vantar blaðið 1933.

HVÖT.
Vestmannaeyjum 1932.
Útg.: Sjómannastofa K.F.U.M. og K. í Vestmannaeyjum.
Eyjaprentsmiðjan.
1. tbl. 1. maí 1932, 4 bls.
Vantar blaðið.

INGJALDUR
Vestmannaeyjum 1932 — 1935.
Útg. og ábyrgðarm.: Kr. Linnet.
Eyjaprentsmiðjan.
1. ár, júní — 17. des. 1932, 1. — 15. tbl., 64 bls. og aukablað.
2. ár, 31. maí 1933, 1. tbl. 4 bls.
3. ár, 4. jan. 1934, 1. tbl. 4 bls.
4. ár, 21. sept.—14. okt., 1—3. tbl., 10 bls. 2. og 3. tbl. dags. 14. okt.
Vantar 1. árg. 3., 4., 5. og 15. tbl., og 4. árg. 1. og 2. tbl.

GESTUR. Vestmannaeyjum 1932.
Útg. og ábyrgðarm. P.V.G. Kolka.
Eyjaprentsmiðjn.
1. ár, 11. sept.—26. okt. 1932, 1.—4. tbl., 14 bls.
Vantar 3. tbl.

NÝR DAGUR.
Útg. Vestmannaeyjadeild K.F.Í.
Ábyrgðarm : Ísleifur Högnason.
Fjölritað blað, 1933 — 1934.
1. árg., 1.—17. tbl. 1933.
2. árg., 1.—6. tbl. 1934.
Vantar meginið af blaðinu.

BRANDARI.
Vestmannaeyjum 1933.
Ritstj.: Árni Guðmundsson.
Eyjaprentsmiðjan.
1. árg. 28. okt—30. des. 1933, 1.—5. tbl., 22 bls.
Byggðarsafnið á blaðið allt.

FASISTINN.
Vestmannaeyjum 1933.
Útg.: Þjóðernissinnar í Vestmannaeyjum.
Ritstj.: Óskar Bjarnasen.
1. ár, 31. ág.—nóv. 1933, 1.—8. tbl., 30 bls.
1.—6. tbl., Eyjaprentsmiðjan.
7.—8. tbl., Félagsprentsmiðjan.
Byggðarsafnið á aðeins 1. og 3. tbl.

ÞJÓDHÁTÍÐARBLAÐIÐ.
Vestmannaeyjum 1933—1939.
Ritstjóri: Árni Guðmundsson.
Ágúst, 1933, 8 bls.
5. ágúst 1935, 8 bls.
9. ágúst 1936, 24 bls.
Útg.: Íþróttaráð Vestmannaeyja.
Ritstjóri ekki greindur:
4. ágúst 1937, 8 bls.
3. ágúst 1938, 12 bls.
2. ágúst 1939, 8 bls.
Allt í eigu Byggðarsafnsins.

ÞJÓÐERNISSINNINN.
Vestmannaeyjum 1934.
Útg.: Flokkur þjóðernissinna í Vestmannaeyjum.
Ritstjóri: Helgi S. Jónsson.
Prentsm. Jóns Helgasonar.
1. ár, 7.—13. júní 1934, 1. — 2. tbl., 6 bls.
Vantar allt blaðið.

NJÓSNARI
Vestmannaeyjum 1934.
Ritstjóri: Vigfús Ólafsson.
Eyjaprentsmiðjan.
1. árg. 1. og 2. tbl, 25. jan. og 4. febr.
Byggðarsafnið á blaðið.

MINNING SÖLVA.
Höf.: Gunnar Ólafsson.
Eyjaprentsmiðjan.
4 bls.
Byggðarsafnið á blaðið.

DUNDUR.
Ritstj.: B.G. og Á.Ó.
1. ár, 8. febr. 1934, 2 tbl. 4 bls.
Ritstj. munu þeir hafa verið Björn Guðmundsson og Ástgeir Ólafsson.
Vantar 2. blaðið.

BYGGINGARNEFND VESTMANNAEYJA OG BRYGGJUHÚSIÐ.
Höf.: Gunnar Ólafsson.
Félagsprentsmiðjan í Reykjavík.
Þetta er bæklingur, 90 bls. og kápa.
Í eigu Byggðarsafnsins.

KVEÐJA TIL VINA MINNA Í VESTMANNAEYJUM.
Höf.: Páll V. G. Kolka, læknir.
Félagsprentsmiðjan 1934.
Bæklingur, 24 bls.
Í eigu Byggðarsafnsins.

ALÞÝÐUBLAÐ EYJANNA.
Ábyrgðarm.: Páll Þorbjörnsson.
Fjölritað blað.
1. ár, 29. marz — 24. júní 1934, 1—12. tbl. 28 bls.
Vantar 10. tbl.

HEIMAR.
Vestmannaeyjum 1935.
Útg. og ábyrgðarm.: Kr. Linnet.
Eyjaprentsmiðja.
1. febr. 1935, 16 bls.
Vantar blaðið.


HERJÓLFUR.
Vestmannaeyjum 1935.
Ábyrgðarm.: Þorvaldur Kolbeins.
1. ár, 7. júní 1935, 4 bls.
Vantar blaðið.

FRAM.
Vestmannaeyjum 1936.
Hálfsmánaðarbl. um æskulýðsmál.
Ritstjóri: Árni Guðmundsson.
Útg.: Einar Sigurðsson, Þorsteinn Einarsson og Árni Guðmundsson.
Eyjaprentsmiðjan.
1. ár, 2—31. okt, 1.—3. tbl., 14 bls.
Vantar blaðið.

SUNNA.
Vestmannaeyjum 1936.
Útg.: St. Sunna nr. 204 af I.O.G.T.
1. tbl. 1936, 4 bls.
Vantar blaðið.

HAMAR.
Ritstj.: Guðlaugur Br. Jónsson.
Eyjaprentsmiðjan og Steindórsprent.
1. ár, 27. marz 1936—16. júní 1937, 1.—9. tbl., 52. bls.
Byggðarsafnið á aðeins 4. tbl.

BLIK.
Vestmannaeyjum, 1936—1941 og 1946—1957.
Rit Málfundafélags Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum.
Ábyrg ritstjórn: Stjórn Málfundafélags Gagnfræðaskólans í Vm. frá 1936—1941. Ritnefnd frá 1946—1957.
Ábyrgðarm.: Þorsteinn Þ. Víglundsson.
Ár 1936: 1., 2. og 3. hefti, 44 bls. lesmál og einföld kápa með augl.
Ár 1937: 1., 2. og 3. hefti, 56 bls, lesmál og einföld kápa með augl.
Ár 1938: 1., 2. og 3. hefti, 36 bls. lesmál og einföld kápa með augl.
Ár 1939: 1., 2. og 3. hefti, 48 bls. lesmál og einföld kápa með augl.
Ár 1940: 1. og 2. hefti, 32 bls. lesmál og einföld kápa með augl.
Ár 1941: 1. og 2. hefti, 32 bls. lesmál og einföld kápa með augl.
Árin 1942—1945 kom ritið ekki út.
Ársrit síðan árið 1946.
Ár 1946, apríl; 32 bls. lesmál og einföld kápa með augl.
Ár 1947, apríl; 32 bls. lesmál og einföld kápa með augl.
Ár 1948; apríl; 32 bls. lesmál og tvöföld kápa með 7 bls. augl.
Ár 1949, apríl; 40 bls. lesmál og tvöföld kápa með 7 bls. augl.
Ár 1950, apríl; 80 bls. lesmál og 11 bls. augl. Kápa.
Ár 1951, apríl; 80 bls. lesmál og 7 bls. augl. Kápa.
Ár 1952, maí; 47 bls. lesmál og 12 bls. augl. Kápa.
Ár 1953, apríl; 64 bls. lesmál og 15 bls. augl. Kápa.
Ár 1954, apríl; 64 bls. lesmál og 22 bls. augl. Kápa.
Ár 1955, apríl; 88 bls. lesmál og 35 bls. augl. Kápa.
Ár 1956, apríl; 88 bls. lesmál og 35 bls. augl. Kápa.
Ár 1957, maí; 128 bls. lesmál og 43 bls. augl. Kápa.
Byggðarsafnið á allt ritið.

ALÞÝÐUFYLKINGIN.
Vestmannaeyjum 1937.
Ábyrgðarm.: Páll Þorbjörnsson.
Alþýðuprentsmiðjan.
1. ár, apríl, 1.-4. tbl., 16 bls.
Byggðarsafnið á aðeins 2. tbl.

FRÓN.
Vestmannaeyjum 1937 og 1938.
Ritstjórn annast ritnefnd félags Þjóðernissinna í Vestmannaeyjum.
Ábyrgðarm.: Sigurður Eyjólfsson:
1. ár og 2. ár, 1.—4. Sigfús Jónsson: 2. ár, 5.—7.
Eyjaprentmiðjan, Steindórsprent, Ísafoldarprentsmiðja.
Útg : 1. ár, 1.—5. Félag Þjóðernissinna í Vestmanneyjum.
Útg. 1. ár, 6.—17. tbl. og 2. ár 1.—7. tbl: Flokksdeild félags þjóðernissinna í Vestmannaeyjum.
Byggðarsafnið á aðeins 1. árg. 2. tbl. og 13. tbl.

KOSNINGABLAÐ FRAMSÓKNARFLOKKSINS.
Vestmannaeyjum 1938.
Fjölritað blað.
Gefið út á ábyrgð stjórnar Framsóknarfélags Vestmannaeyja.
1. ár, 20. jan.—30. jan., 1.—2. tbl., 7 bls. lesmál.
Vantar 3. tbl.

FRAMSÓKNARBLAÐIÐ
Ritnefnd: Sveinn Guðmundsson, Kr. Linnet, Bjarni G. Magnússon.
Afgreiðslu annast:
Bjarni G. Magnússon, Vestmannabraut 10.
Prentsm. Edda h.f., Reykjavík.
1. árg. 14. sept.—16. des. 1938, 6 tbl.
2. árg., 13. jan.—20. des. 1939, 16 tbl.
3. árg., 4. febr.—19. des. 1940, 13 tbl.
Kr. Linnet hverfur úr ritnefndinni við 13. tbl.
4. árg., 23. jan.—1. maí 1941, 5 tbl.
5. árg., 10. jan.—16. okt. 1942, 12 tbl.
Með 5. árg. gerðist Sveinn Guðmundsson ritstjóri blaðsins. Við afgreiðslu tekur þá Magnús Kristinsson
3 tbl. 5. árg. eru prentuð. Hin tbl. fjölrituð.
6. árg, 23. jan.—des. 1943, 9 tbl.
7. árg., marz—maí 1944, 3 tbl.
8. árg., des. 1945, 1 tbl.
Ábyrg ritstjórn að 8. árg. er stjórn Framsóknarfélags Vestmannaeyja.
Með 9. árg. verður Framsóknarfélag Vestmannaeyja útgefandi blaðsins og ritstjóri og ábyrgðarmaður Sigurjón Sigurbjörnsson.
9. árg., 12. jan.—30. des. 1946, 12 tbl.
Með 3. tbl. 9. árg. hefst prentun blaðsins í Prentsmiðjunni Eyrún h.f. í Vestmannaeyjum.
10. árg., 13. febr.—3. des. 1947, 9 tbl.
11. árg., 17. jan.—22. des. 1948, 9 tbl. og jólablað 10 bls.
Með 8. tbl. 11. árg. gerðist Helgi Benediktsson ritstjóri og ábyrgðarm. blaðsins.
Með 9. tbl. gerðist Ásmundur Guðjónsson auglýsingastjóri þess.
12. árg., 5. jan.—14. des. 1949, 21 tbl. og jólablað 16. bls.
13. árg, 20. jan.—7. des. 1950, 26 tbl. og jólablað 36 bls.
14. árg., 17. jan.—5. des. 1951, 28 tbl. og jólablað 32 bls.
15. árg., 9. jan.—12. nóv. 1952, 26 og jólablað 20 bls.
16. árg., 8. jan.—30. des. 1953, 24 tbl. og jólablað 10 bls.
Með 18. tbl. 16. árg. verður Trausti Eyjólfsson ritstjóri og ábyrgðarm. blaðsins.
17. árg., 13. jan.—24. nóv. 1954, 16 tbl. og jólablað 20 bls.
Með 7. tbl. 17. árg. verður Þorsteinn Þ. Víglundsson ritstjóri og ábyrgðarm. blaðsins. Afgreiðslu og auglýsingar annast: Sveinn Guðmundsson.
Gjaldkeri blaðsins: Filippus Árnason, sem raunar hafði verið gjaldkeri blaðsins um margra ára skeið, þó að þess væri hvergi getið í blaðinu.
18. árg., 13. jan.—23. nóv. 1955, 19 tbl. og jólablað 20 bls.
19. árg., 18. jan.—15. nóv. 1956, 15 tbl. og jólablað 20 bls.
20. árg., 16. jan.—4. des. 1957, 20 tbl. og jólablað 20 bls.
Byggðarsafnið á allt blaðið.

RÖDD FÓLKSINS.
Málgagn vinstri manna í Vestmannaeyjum.
Ritstjóri: Páll Þorbjarnarson.
Félagsprentsmiðjan, Reykjavík.
1. ár, 14. jan.—29. jan 1938, 1.—4. tbl., 16 bls.
Vantar allt.

SÖGU-ÞÆTTIR
úr Vestmannaeyjum
eftir cand. juris Jóh. Gunnar Ólafsson
Eyjaprentsmiðjan h.f.
Vestmannaeyjum 1938.
Byggðarsafnið á I. 1. og 2. hefti.
Hvort hefti 16 bls. og kápa.

FYRSTI MAÍ.
Vestmannaeyjum 1938.
Ábyrgðarmaður: Jón Rafnsson.
Félagsprentsmiðjan h.f.
1. maí 1938, 1 tbl., 2 bls.
Vantar blaðið.

STOFNAR.
Vestmannaeyjum 1938.
Útgefandi: Félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum.
Ábyrg ritstjórn: Stjórn félags ungra Sjálfstæðismanna.
Prentsm.: Eyjaprentsmiðjan h.f.
„Kemur út 1—2 í mánuði“.
Óvíst hve mörg blöð komu út.
Byggðarsafnið á 1. tbl. 1. árg.

BERGMÁL.
Vestmannaeyjum í febr. 1939.
1. árg. 1. tbl.
Ritstj.: Helgi Sæmundsson og Jón Óli frá Hvítadal. (Nemendur í Gagnfræðaskólanum).
Í eigu Byggðarsafnsins.

VITINN.
Vestmannaeyjum 1939—1940.
Ritstjóri: Árni Guðmundsson.
Ísafoldarprentsmiðja 1. ár, 1. tbl.
Alþýðuprentsm. 2. ár, 1.—2. tbl.
1. ár, 25. ágúst 1939, 1. tbl., 4 bls.
2. ár, 23. nóv. og 19. des, 1. og 2. tbl, 8 bls.
Byggðarsafnið á allt blaðið.

HERJÓLFUR
Vestmannaeyjum 1940—1942.
Ábyrgðarm.: 1940—1941: Ragnar Magnússon. 1942: Bjarni Magnússon og Ragnar Magnússon.
Steindórsprent 1940 og 1941.
Prentsm. Jóns Helgasonar 1942.
1. ár, sept 1940, 16 bls. og kápa.
2. ár, ágúst 1941, 24 bls. og tvöföld kápa. Þjóðhátíðarblað.
3. ár, maí 1942, 24 bls. og fjórföld kápa með augl.
3. ár, ágúst 1942, 24 bls., fjórföld kápa með augl. Þjóðhátíðarblað.
Vantar 1. ár.

RÖST.
Vestmannaeyjum 1940—1941.
Útgefandi: Stéttarfél. barnakennara í Vestmannaeyjum.
Ritstjóri Helgi Þorláksson.
Prentsmiðjan Edda.
1. ár, 4. nóv.—20. des. 1940, 1.—3. tbl. 12 bls.
2. ár, 31. jan. og 25. okt. 1941, 1.—2. tbl., 10 bls.
3. ár, 1. tbl. 12 bls., minnkað.
4. ár, 1.—2. tbl., 40 bls.
Vantar 1. og 3. tbl. 1. árg. og 1. tbl. 2. árg.

KOSNINGABLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA.
Vestmannaeyjum 24. jan. 1942, 1. tbl. Fjölritað blað, 4 bls.
Enginn ritstj. eða greinarhöfundur nefndur.
Í eigu Byggðarsafnsins.

ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ TÝS
1. árg. Vestmannaeyjum 6. ág. 1943, 1. tbl.
Í eigu Byggðarsafnsins.

HEIMAKLETTUR.
Tímarit, gefið út í Vestm.eyjum. Útg.: Nokkrir Vestmannaeyingar.
Ritstjórar: Friðþjófur G. Johnsen og Gísli R. Sigurðsson.
1. ár, júní 1943, 1. tbl. 40 bls.
2. ár, júlí 1944, 1. tbl. 32. bls.
Kápa fylgir heftunum.
Byggðarsafnið á allt ritið.

SAMTÖKIN.
1. árg. Vestmannaeyjum 4. júlí 1945.
Fjölritað blað.
Útgefandi: Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum.
Ábyrgðarm.: Sigurður Stefánsson.
Byggðarsafnið á aðeins 3. tbl., 4 bls.

SJÓMANNADAGURINN
Í Vestmannaeyjum 1947.
Að útgáfu bæklings þessa, sem er 48 bls. og kápa, lesmál og augl., stóð Sjómannadagsráð Vestmannaeyja.
Í eigu Byggðarsafnsins.

HIRTIR.
Skátablað.
1. ár, Vestmannaeyjum 29. nóv. 1945,
1. tbl., fjölritað, 6 bls lesmál. —
25. des. 1945, 2. tbl., jólablað, 7 bls. lesmál.
25. des. 1946, jólablað, fjölritað, 6 bls. lesmál.
Byggðarsafnið á blaðið.

GAMMAR.
Skátablað, 1. árg., 1. og 2. tbl.
1. árg., 2. tbl, skírdag 18. apríl 1946, fjölritað, 10 bls. lesmál.
Byggðarsafnið á 1. árg., 2. tbl.

ERNIR.
Skátablað, Vestmannaeyjum, 15. des. 1946.
Útg.: Skátaflokkurinn Ernir.
1. árg., 1. — 2. tbl, fjölritað, 12 bls.
Ritstj.: Einar V. Bjarnason og Gísli Sigurðsson.
Byggðarsafnið á 2. tbl.

KOSNINGABLAÐ ALÞÝÐUFL. í VESTMANNAEYJUM.
Hvorki dagsett né ársett, en líklega gefið út í kosningahríðinni fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1946.
Enginn ritstj. eða greinahöfundur nefndur.
Blaðið er 4 bls., fjölritað.
Í eigu Byggðarsafnsins.

ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ ÞÓRS.
Vestmannaeyjum 1946.
Útg.: íþróttafélagið Þór.
Prentsmiðjan Eyrún h.f.
1. tbl. 20. júlí 1946, 18 bls. og kápa.
Byggðarsafnið á blaðið.

HEIMIR.
Vestmannaeyjum 1947.
Ritstj. og ábyrgðarmaður: Guðlaugur Gíslason.
Prentsmiðjan Eyrún h.f.
1. árg., 15. febr.—28. maí 1947, 1.—3. tbl., 12 bls.
Byggðarsafnið á blaðið.

GADDAVÍR. G.í.V. 1947.
Útg.: Félag hugsjónamanna í 3. bekk. (Gagnfræðask.).
Ritstjóri: Einar V. Bjarnason.
Ábyrgðarm.: Sig. Guðmundsson.
Teiknari: Emil K. Arason.
Fírtommuprent h.f.
Blaðið er fjölritað.
1. ár, 1. nóv.—1. des. 1947, 1.—3. tbl., 14 bls.
Byggðarsafnið á blaðið.

AFMÆLISRIT FAXA 1938—1943.
22. febr. 1948.
Ritstjórn: Arnbjörn Kristinsson, Theodór S. Georgsson, Kristján Georgsson.
Prentað í Ísafoldarprentsm. h.f.
Í eigu Byggðarsafnsins.

FYLKIR.
Málgagn Sjálfstæðisflokksins.
Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja.
Ábyrgðarm.: Guðlaugur Gíslason.
Prentsmiðjan Eyrún h.f.
1. árg., 18. marz—30. des. 1949, 34 tbl.
2. ár., 6. jan.—29. des. 1950, 27 tbl. og jólablað 20 bls.
Með 7. tbl. 2. árg. gerist Gunnar Hlíðar ritstjóri og ábyrgðarm. blaðsins.
Með 19. tbl. 2. árg. gerist Björn Guðmundsson ritstj. og ábyrgðarmaður blaðsins.
3. árg., 12. jan.—29. des. 1951, 48 tbl. og jólablað 20 bls.
Með 16. tbl. 3. árg. tekur ritnefnd við ritstjórn blaðsins.
Hana skipa: Jóhann Friðfinnsson, Jón G. Scheving, Kristján Georgsson (áb.). — Auglýsingastjóri: Finnbogi Friðfinnsson.
4. árg., 4. jan.—6. des. 1952, 41 tbl. og jólablað 28 bls.
5. árg., 10. jan.—11. des. 1953, 41 tbl. og jólablað 36 bls.
Með 6. tbl. gerist Jóhann Friðfinnsson ritstjóri og ábyrgðarm. blaðsins.
6. árg., 9. jan.—10. des. 1954, 28 tbl. og jólablað 24 bls.
Með 16. tbl. 6. árg. gerist Einar H. Eiríksson ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins.
7. árg., 11. jan.—9. des. 1955, 35 tbl. og jólablað 28 bls.
8. árg., 6. jan.—7. des. 1956, 33 tbl. og jólablað 20 bls.
9. árg., 4. jan.—13. des 1957 38 tbl. og jólablað 24 bls.
Byggðarsafnið á allt blaðið.

FAKTÚRAN.
Vestmannaeyjum 1949.
Blað um meiðyrðamál.
Ritstj.: Einar Bragi Sigurðsson.
Prentsmiðjan Eyrún h.f.
1. ár, 22. nóv. 1949, 1. tbl. 4 bls.
Byggðarsafnið á blaðið.

GAMALT OG NÝTT.
Vestmannaeyjum 1949.
Mánaðarrit með Víði.
Ritstjóri: Einar Sigurðsson.
1. ár, júlí—des. 1949, 9 h., 144 bls.
2. ár, jan.—1950.
Þetta rit á Byggðarsafnið í tveim bindum.
Meira mun hafa komið út af riti þessu en ekki virðist það enn fáanlegt.

AFMÆLISRIT.
Lúðrasveit Vestmannaeyja 1939—1949.
40 bls. og kápa.
Í eigu Byggðarsafnsins.

DEIGLAN.
Vestmannaeyjum 1950.
Blað í léttum dúr.
Þjóðhátíðin 1950.
Útgefandi: H.f. Deiglan.
Prentsmiðjan Eyrún h.f.
Áramótin 1950—1951, 12 bls.
Enginn ábm. eða ritstjóri nefndur á ritinu, en öllum er hér kunnugt, að hann er Ási í Bæ.
Byggðarsafnið á ritið.

BJARKI.
Vestmannaeyjum 1950.
Útg. og ábyrgðarm.: Hrólfur Ingólfsson.
Prentsmiðjan Eyrún h.f.
1. ár, 20. sept.—9. des. 4 tbl. 16 bls.
Byggðarsafnið á blaðið.

EYJASPORT.
(íþróttablað).
Ritstjórar: Kristján Ingólfsson, Ólafur Sigurðsson.
Ábyrgðarm.: Jón Kristjánsson.
Auglýsingastj.: Ragnar Hafliðason.
Prentsmiðjan Eyrún h.f.
1. árg. 1.—5. tbl. — 1.—3. tbl. 8 bls. hvert. —4.-5. tbl. 4 bls. stækkað brot.
Ritnefnd 4. og 5. tbl. og jólablaðsins: Kristján Ingólfsson, Hörður Ágústsson og Eggert Sigurlásson.
Byggðarsafnið á allt blaðið.

VÖRN.
Vestmannaeyjum 1951.
Málgagn bindindismanna í Vm.
Útg.: Áfengisvarnanefnd Vestmannaeyja.
Ritnefnd: Ingibjörg Johnsen, Friðfinnur Finnsson, Árni J. Johnsen, Þorsteinn Þ. Víglundsson (áb.).
1. ár, 24. marz—ágúst 1951, 6 tbl. 24 bls.
2. ár, október 1952, 1. tbl. 4 bls.
3. ár, 20. febr. 1953,, 1. tbl. 4 bls.
Ritstj. og ábm : Árni J. Johnsen.
Ritnefnd: Árni J. Johnsen, Sigurður Stefánsson, Þórður Gíslason, Sigurgeir Kristjánsson.
4. ár, nóv. 1955, 1. tbl. 4 bls.
Ritstj. og ábm.: Árni J. Johnsen.
Byggðarsafnið á allt blaðið.

Þjóðhátíðarlagið
HEIMA.
(1951).
Ljóð: Ási í Bæ.
Lag: Oddgeir Kristjánsson.
Í eigu Byggðarsafnsins.

KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ TÝR
1921—1. maí—1951
Ritnefnd: Karl Jónsson, Kristján Ingólfsson, Vigfús Ólafsson (áb.)
Prentsmiðjan Eyrún h.f.
Byggðarsafnið á blaðið.

ÞJÓÐKJÖR.
Blað stuðningsmanna Ásgeirs Ásgeirssonar.
Ritstj. og ábyrgðarm. Guðlaugur Stefánsson.
Blaðið er hvorki ársett né dagsett, en mun vera gefið út sumarið 1952.
Prentsmiðjan Eyrún h.f.
Byggðarsafnið á blaðið.

HARPA.
Málgagn Þjóðvarnarfl. Íslands.
Vestmannaeyjum 1953.
Ábyrgðarm.: Haraldur Guðnason.
Prentsmiðjan Eyrún h.f.
1. ár, 12. júní—5. nóv. 1953, 1.—3. tbl., 12 bls.
2. ár: Útgefandi: Félag þjóðvarnarmanna í Vestmannaeyjum.
Blaðstjórn: Hrólfur Ingólfsson (áb.), Haraldur Guðnason, Þórarinn Kristjánsson.
2. ár, 1954, 19. jan.—29. des., 4 tbl., 16 bls. — Með 3. tbl. fellur nafn Þ.Kr. af blaðinu.
3. ár: Ritstj. og ábyrgðarm. Hrólfur Ingólfsson.
3. ár, 1955, 15. febr. 1. tbl, 4 bls.
4. ár, 1956, 5. júní—22. júní, 2 tbl., 8 bls.
Byggðarsafnið á allt blaðið.

SJÓMAÐURINN.
Útgefandi: Sjómannadagsráð Vestmannaeyja — 1951.
Ritnefnd: Helgi Bergvinsson, Hafsteinn Stefánsson og Björn Kristjánsson.
Ritstjóri: Páll Þorbjörnsson.
40 bls. og kápa.
Prentsmiðjan Eyrún h.f.

SJÓMAÐURINN 1952.
Sami útgefandi.
Ritnefnd: Einar Guðmundsson, Hafsteinn Stefánsson, Björn Kristjánsson og Guðmundur Helgason.
Ritstj. sá sami og prentsmiðjan.
40 bls og kápa.

SJÓMAÐURINN 1953.
Sami útgefandi.
Ritn.: Sigurður Stefánsson, Hafsteinn Stefánsson, Jóhann Pálsson og Sigfús Sveinsson.
Sami ritstjóri.
36 bls. og kápa.
Byggðarsafnið á þessi 3 blöð.

RÖDD SMÆLINGJANS.
Stórkostlegt mannréttindaafbrot.
Útgefandi og ábyrgðarm.: Jósef Torlacíus, Vestmannaeyjum.
Prentaður bæklingur.

RÖDD SMÆLINGJANS II.
Á jóladag 1955.
Jósef Thorlacíus.
Ath.: Fimm undirtitlar heldur mergjaðir eru á þessum bæklingi, sem er fjölritaður. Hann mun hafa verið keyptur upp og því ekki komið fyrir augu almennings. Ekki er loku fyrir það skotið, að Byggðarsafnið eignist hann í „leyniskjalasafn“ sitt. Þ.Þ.V.
Í eigu Byggðarsafnsins.

SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA.
Vestmannaeyjum á Sjómannadaginn 1954.
Ritnefnd: Jóhann Pálsson (áb.), Sigfús Guðmundsson, Úraníus Guðmundsson.
Engin prentsmiðja nefnd. 32 bls. og kápa.

Sama 1955.
Blaðnefnd: Kristinn Sigurðsson, (ábm.), Úraníus Guðmundsson, Hermann Pálsson, Ármann Böðvarsson.
Engin prentsmiðja nefnd.
28 bls. og kápa.

Sama 1956.
Blaðnefnd: Kristinn Sigurðsson, (áb.), Karl Guðmundsson, Sveinn Valdimarsson, Hermann Pálsson.
64 bls. og kápa.
Prentsmiðjan Hólar h.f.

Sama 1957.
Ábyrgðarmaður blaðsins: Kristinn Sigurðsson.
Ritnefnd: Karl Guðmundsson, Högni Magnússon og Jón Pálsson.
84 bls. og kápa.
Prentsmiðjan Hólar h.f.
Byggðarsafnið á öll blöðin.

FRAMSÓKN.
Bæjarmálablað.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Benediktsson.
Blaðið er einkamálgagn hans.
Prentsmiðjan Eyrún h.f.
1. árg., 12. maí—31. des. 1954, 14 tbl. 6. tbl. er 48 bls. myndablað.
2. árg., 23. jan.—30. des. 1955, 22 tbl.
3. árg., 11. jan.—12. des. 1956, 21 tbl.
4. árg., 7. jan.—11. des. 1957, 22 tbl.
Byggðarsafnið á blaðið.

ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ VESTMANNAEYJA.
Ágúst 1955, 1956, 1957.
Hvert blað er 32 síður og kápa, lesmál og auglýsingar.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Guðmundsson.
Prentsm. Þjóðviljans h.f. 1955, '56.
Prentsmiðjan Hólar h.f. 1957.
Í eigu Byggðarsafnsins.

Ég veit, að Eyjabúar sakna t.d. Víðis og Brautarinnar og e.t.v. fleiri blaða, enda er afráðið framhald næsta ár af skýrslu þessari.
Mig vantar mikið af Víði.

Nú treysti ég Eyjabúum til þess að leggja hönd á plóginn með mér og stuðla að því eftir getu, að Byggðarsafnið eignist öll blöð, sem hér hafa verið gefin út á þessum 40 árum til fróðleiks óbornum kynslóðum. Ég þykist vita, að þau blöð og þeir bæklingar, sem hér birtast nöfn á, en eru ekki enn í eigu Byggðarsafnsins, séu í eigu bæjarbúa og finnist þar, ef vel er leitað.

Þ.Þ.V.