Bjarni Björnsson (Túni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. ágúst 2013 kl. 13:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. ágúst 2013 kl. 13:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Bjarni Björnsson''' bóndi og sjómaður í Túni fæddist 23. nóvember 1869 og lést 24. desember 1914.<br> Faðir hans var Björn bóndi að Loftsölum í Mý...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Björnsson bóndi og sjómaður í Túni fæddist 23. nóvember 1869 og lést 24. desember 1914.
Faðir hans var Björn bóndi að Loftsölum í Mýrdal, f. 12. október 1832, d. 26. júní 1900, Björnsson bónda á Rofunum þar, f. 1798 í Kerlingardal þar, Árnasonar bónda í Rofunum, f. 1766, d. 26. júní 1840, Ásbjörnssonar bónda í Kerlingardal Jónssonar.
Móðir Björns bónda á Rofunum og seinni kona Árna Ásbjörnssonar var Arnbjörg húsfreyja, f. 1766, d. 11. ágúst 1843 í Reynisholti, Björnsdóttir.
Móðir Björns á Loftsölum og kona Björns á Rofunum var Guðfinna húsfreyja, f. 23. október 1807 í Skammadal í Mýrdal, d. 28. nóvember 1887 í Fagradal þar, Bjarnadóttir frá Kálfholti í Holtum í Rang., bónda á Reyni í Mýrdal, f. um 1767, Þórðarsonar prests í Kálfholti Sveinssonar og konu séra Þórðar, Guðfinnu Þorsteinsdóttur.
Móðir Guðfinnu húsfreyju á Rofunum og kona Bjarna á Reyni var Soffía húsfreyja frá Breiðabólsstað á Skógarströnd, f. 1776, d. 11. september 1861, Árnadóttir prests, þá á Breiðabólsstað á Skógarströnd, síðar í Holti undir Eyjafjöllum, f. 1732, d. 25. mars 1805, Sigurðssonar, og konu sr. Árna, Kristínar húsfreyju, f. 1743, d. 8. mars 1791, Jakobsdóttur.

Móðir Bjarna í Túni og kona Björns á Loftsölum (1866) var Elín húsfreyja, f. 13. júlí 1830 á Brekkum í Mýrdal, d. 18. febrúar 1908 á Loftsölum, Þórðardóttir bónda á Brekkum, f. 6. janúar 1798 á Brekkum, d. 16. maí 1862 þar, Ólafssonar bónda, síðast á Brekkum, f. 1759, d. 19. febrúar 1823 „í útveri suður á Leiru“ í Gullbr.s., Guðmundssonar, og barnsmóður Ólafs, Ingveldar húsfreyju á Fossi í Mýrdal, f. 1763 á Brekkum, Árnadóttur.
Móðir Elínar og fyrri kona Þórðar á Brekkum var Elín húsfreyja, f. 14. nóvember 1793 á Brekkum, d. 10. apríl 1846 þar, Jónsdóttir bónda á Brekkum, f. 1764, d. 30. október 1835 á Brekkum, Jónssonar og fyrri konu Jóns á Brekkum, Solveigar húsfreyju, f. 1764, Pálsdóttur.

Bjarni í Túni og Sigbjörn á Ekru, f. 8. september 1876, vor albræður.

Kona Bjarna, (5. nóvember 1904), var Sigurlín Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. júlí 1882, d. 8. september 1935.

Börn Bjarna og Sigurlínar:
1. Drengur, sem lést í æsku.
2. Guðrún húsfreyja á Heiði, f. 31. júlí 1904, d. 2. apríl 1971, kona Helga Guðlaugssonar.
3. Ólafía, f. 3. desember 1909, d. 1. júní 1994, kona Erlendar í Ólafshúsum.
4. Fóstursonur þeirra var Árni fiskimatsmaður í Túni, f. 5. september 1898, d. 22. september 1959, Ólafsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Garður.is
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.