Bjarni Þorsteinsson (Gvendarhúsi)

From Heimaslóð
Revision as of 13:58, 2 May 2015 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Bjarni Þorsteinsson (Gvendarhúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Bjarni Þorsteinsson bóndi, sjómaður, vinnumaður fæddist 1. nóvember 1841 og lést 6. september 1930.
Faðir hans var Þorsteinn bóndi víða, en í Drangshlíð undir Eyjafjöllum 1845, f. 17. september 1810, d. 27. september 1898, Jónsson bónda í Miðbæli þar, f. 21. janúar 1787, d. 2. janúar 1871, Björnssonar bónda á Miðbæli, f. 1755, d. 6. apríl 1793, Árnasonar, og konu Björns, Sigríðar húsfreyju, f. 1754, d. 29. apríl 1822, Stefánsdóttur.
Móðir Þorsteins í Drangshlíð og kona Jóns í Miðbæli var Margrét húsfreyja, f. 18. september 1787, d. 25. október 1817, Þorkelsdóttir bónda í Steinum undir Eyjafjöllum, f. 1743, d. 16. maí 1788, Þorsteinssonar, og konu Þorkels í Steinum Guðríðar húsfreyju, skírð 4. maí 1749, d. 26. júní 1824, Brandsdóttur.

Móðir Bjarna og kona Þorsteins var, (5. júlí 1835), Ingveldur húsfreyja, f. 30. júní 1807, d. 21. október 1887, Þorsteinsdóttir bónda á Brekkum í Holtum, f. 1778, d. 9. júlí 1825, Jónssonar bónda á Brekkum, f. 1748, d. 22. febrúar 1819, Filippussonar, og konu Jóns Filippussonar, Ingveldar húsfreyju, f. 1748, d. 20. febrúar 1833, Þorsteinsdóttur.
Móðir Ingveldar í Drangshlíð og kona Þorsteins á Brekkum var Margrét húsfreyja, f. 1767, d. 8. mars 1845, Runólfsdóttir bónda í Sandgerði, f. 1740, d. 21. ágúst 1787, Runólfssonar, og konu Runólfs, Margrétar húsfreyju, f. 1740, d. 19. júní 1821, Guðnadóttur.

Systir Bjarna var
Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja í Dölum og Presthúsum, f. 21. mars 1845, d. 18. október 1907. Hún var kona Magnúsar Vigfússonar, f. 1. október 1854, d. 13. ágúst 1926.

Bjarni var með foreldrum sínum í Drangshlíð frá fæðingu og enn 1860.
Hann fluttist til Eyja frá Selkoti í hópi með Gísla Stefánssyni og Soffíu Elísabet Andersdóttur 1870 og var vinnumaður hjá þeim í Jónshúsi á því ári.
Hann kvæntist Sigríði 1871 og var tómthúsmaður í Helgahjalli á því ári með henni, og þau voru þar 1872 með son sinn Sigurjón á 1. ári.
Þau voru komin að Stóra-Gerði 1873, og þar var hann bóndi með Sigríði og börnunum Sigurjóni og Jórunni Kristínu 1873-1874.
1875 voru þau komin aftur í Helgahjall með börnin og Guðný hafði bæst í hópinn.
Þau voru enn í Helgahjalli 1876, misstu Jórunni Kristínu á því ári.
1877 og 1878 voru þau búandi á Vilborgarstöðum, vinnuhjú þar hjá Árna Einarssyni og Guðfinnu Austmann 1879 án Sigurjóns, en hann var sendur að Eystri Skógum u. Eyjafjöllum 1879, tökubarn, voru enn vinnuhjú á Vilborgarstöðum 1880, vinnuhjú í Norðurgarði með Guðnýju hjá sér 1881 og 1882, vinnuhjú með Guðnýju í Vanangri 1884 vinnuhjú í Gvendarhúsi 1887-1888, en Guðný dóttir þeirra var „í dvöl“ á Ofanleiti.
Kristín Jónsdóttir var vinnukona í Gvendarhúsi á þessum árum.
Þau Sigríður voru enn vinnuhjú í Gvendarhúsi 1889 og þar var barnið Jónína (skráð Þórunn, en leiðrétt 1891) á fyrsta ári, barn Bjarna og Kristínar Jónsdóttur, sem var þar.
Þau Sigríður voru þar 1901 og 1910 og við dauða Sigríðar 1912. Bjarni var til heimilis hjá Valdimar fyrrum tengdasyni sínum í Vallanesi 1920.
Hann lést 1930.

I. Kona Bjarna, (14. maí 1871), var Sigríður Jónsdóttir húsfreyja frá Önundarstöðum í A-Landeyjum, f. 2. júlí 1832, d. 2. janúar 1912.
Börn þeirra hér:
1. Sigurjón Bjarnason vinnumaður í Eystri-Skógum, f. 1. febrúar 1872. Hann fór tökubarn að Eystri-Skógum 1879, drukknaði 1901.
2. Jórunn Kristín Bjarnadóttir, f. 5. ágúst 1873, d. 30. mars 1876 úr hálsveiki.
3. Guðný Bjarnadóttir vinnukona, f. 22. ágúst 1875, drukknaði 1901 með Sigurjóni bróður sínum.

II. Barnsmóðir Bjarna var Kristín Jónsdóttir, þá vinnukona í Gvendarhúsi, f. 24. september 1861, d. 24. maí 1907.
Barn þeirra var Jónína Bjarnadóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 31. maí 1889, d. 4. mars 1912. Hún var fyrri kona Valdimars Árnasonar, síðar í Vallanesi og Sigtúni, f. 13. júlí 1885, d. 4. ágúst 1965.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.