Björn Líndal Guðmundsson

From Heimaslóð
Revision as of 13:50, 10 February 2024 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Björn Líndal Guðmundsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Björn Líndal Guðmundsson.

Björn Líndal Guðmundsson frá Skárastöðum í V.-Hún., múrari fæddist 21. september 1879 og lést 16. maí 1960.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson, f. 25. október 1841, d. 14. mars 1908, og Unnur Jónsdóttir, f. 16. júní 1843, d. 5. nóvember 1899.

Björn var með foreldrum sínum, á Aðalbóli í Hún. 1890, var aðkomandi í Þorpi í Strandasýslu 1901.
Þau Elín giftu sig, eignuðust tvö börn, en misstu eldra barnið á unglingsárum þess. Þau bjuggu við Rauðarárstíg í Rvk 1910, fluttu til Eyja 1912, bjuggu í Fagurhól við Strandveg 55 1920, í Skógum við Bessastíg 8 1927. Þau fluttu til Reykjavíkur. Elín lést 1935 og Björn 1960.

I. Kona Björns var Elín Sverrisdóttir frá Ytri-Sólheimum í Mýrdal, húsfreyja, f. 15. september 1875, d. 17. október 1935.
Börn þeirra:
1. Elsa Dóróthea Líndal, f. 19. desember 1906, d. 31. janúar 1921.
2. Jóna Laufey Líndal, verkakona, húsfreyja í Rvk, f. 22. október 1909, d. 21. júní 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.