Björn Guðmundsson (kaupmaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Björn Guðmundsson fæddist 24. júní 1915 í Vestmannaeyjum og lést 24. júní 1992. Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfsson og Áslaug Eyjólfsdóttir. Kona hans var Sigurjóna Ólafsdóttir sem lést árið 1981. Þau eignuðust þrjú börn: Kristínu, Áslaugu og Guðmund.

Björn Guðmundsson

Björn gekk í Samvinnuskólann og lauk þaðan námi. Björn var áratugum saman mjög áberandi í lífi og starfi í Vestmannaeyjum og utan þeirra. Björn var bæjarfulltrúi á árunum 1946-1954 og 1966-1970.

Björn átti sæti í stjórnum fjölmargra félaga. Björn tók sæti í stjórn Ísfélags Vestmannaeyja árið 1957, varð formaður 1960 og gegndi því starfi í meira en 20 ár og heiðursfélagi þess og formaður Bátaábyrgðafélags Vestmannaeyja. Hann átti sæti í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja. Björn var heiðursfélagi í Akóges og hefur verið formaður þess félags.

Björn var í mörg ár umboðsmaður Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum.

Myndir



Heimildir

  • Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár. II. bindi. Reykjavík: Vestmannaeyjabær, 1991.