Björn Einarsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. desember 2017 kl. 11:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. desember 2017 kl. 11:48 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Björn Einarsson bóndi á Kirkjubæ fæddist 1. maí 1828 að Hrútafelli u. Eyjafjöllum og lézt 13. júní 1884 í Eyjum.

Faðir hans var Einar bóndi á Hrútafelli undir Eyjafjöllum, Stórólfshvoli í Hvolhreppi og Forsæti í Landeyjum, f. 6. október 1798 á Krókatúni í Hvolhreppi, d. 29. mars 1876, Jónsson bónda á Litla-Reyðarvatni á Rangárvöllum, Krókatúni í Hvolhreppi, Efra-Hvoli og Kornhúsum, skírður 11. desember 1765, d. 8. júlí 1829, Einarssonar bónda á Litla-Reyðarvatni 1755-1794, f. 1719, d. 13. ágúst 1797, Erlendssonar, og konu Einars Erlendssonar, Þuríðar húsfreyju, f. 1720, d. 18. nóvember 1785, Jónsdóttur.

Móðir Einars á Hrútafelli og seinni kona Jóns á Litla-Reyðarvatni var Guðrún húsfreyja, f. 1764 á Miðhúsum í Hvolhreppi, d. 27. febrúar 1842, Pétursdóttir (Ferða-Péturs) bónda þar, f. 1705, d. 24. maí 1781, Jónssonar.

Móðir Björns og fyrri kona (13. október 1827) Einars bónda á Hrútafelli var Helga húsfreyja, f. 3. marz 1801 í Pétursey í Mýrdal, d. 3. maí 1829 af barnsförum, Eyjólfsdóttir, þá hjá foreldrum sínum í Pétursey, síðar bónda þar, f. 1776, Stefánssonar bónda í Pétursey, f. 1738, d. 29. júní 1828, Eyjólfssonar, og konu Stefáns í Pétursey, Önnu húsfreyju, f. 1740, Jónsdóttur.

Kona Björns (18. október 1855) var Guðríður Hallvarðsdóttir, f. 24. febrúar 1826 í Stóra-Dal u. Eyjafjöllum.
Þau Björn og Guðríður fluttust frá Forsæti í Landeyjum að Sjólyst í Eyjum 1860 og með þeim Guðbjörg 6 ára og Finnbogi 4 ára, en árið 1861 fluttust þau að Kirkjubæ (4. býli) og bjuggu þar meðan Björn lifði. Björn var bóndi á Kirkjubæ 1870 og var á kjörskrá í sýslunefndarkosningum 1877.

Frændgarður í Eyjum.(Sjá Guðríði)


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.