Björghildur Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Björghildur Sigurðardóttir frá Hvoli við Heimagötu 12, húsfreyja fæddist þar 29. ágúst 1945.
Foreldrar hennar voru Sigurður Þorbergur Auðunsson frá Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, vélstjóri, f. 12. júní 1921, d. 22. janúar 2007, og kona hans Guðmunda Björgvinsdóttir frá Hvoli við Heimagötu 12, f. 12. nóvember 1927, d. 12. nóvember 2015.

Börn Guðmundu og Sigurðar:
1. Björghildur Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona, f. 16. ágúst 1945. Maður hennar Stefán Anders King Jónasson.
2. Jóna Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona, verslunarkona, f. 16. september 1946. Maður hennar Guðni Þór Ágústsson.
3. Auður Sigurðardóttir húsfreyja, starfsmaður á ljósmyndastofu, býr í Færeyjum, f. 27. mars 1948, d. 23. janúar 1985 í Danmörku. Maður hennar Kári Jakobsen.
4. María Sigurðardóttir húsfreyja, skrifstofukona, f. 20. september 1950. Maður hennar Jón Haukur Guðlaugsson.
5. Petrína Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona, starfsmaður skóla, hótelstarfsmaður, bjó síðast í Danmörku, f. 8. febrúar 1955, d. 24. febrúar 2023. Barnsfeður hennar Jón Helgi Reykjalín og Sigbjörn Steinþórsson. Maður hennar Guðni Friðrik Gunnarsson.

Björghildur var með foreldrum sínum, á Hvoli og við Kirkjubæjarbraut 16.
Þau Stefán giftu sig 1965, eignuðust fimm börn, en tvö þeirra fæddust andvana. Þau bjuggu við Kirkjubæjarbraut 16 og við Suðurveg 16 við Gosið 1973, síðan í Hveragerði, í Garðinum, Gull., á Hvolsvelli í Hvolhreppi, Rang. og búa nú í Rvk.

I. Maður Björghildar, (29. maí 1965), er Stefán Anders King Jónasson frá Akureyri, málarameistari, f. 24. desember 1943.
Börn þeirra:
1. Guðrún Hrönn Stefánsdóttir, húsfreyja, f. 31. desember 1964. Maður hennar Ævar Örn Úlfarsson.
2. Andvana stúlka, f. 1969.
3. Andvana drengur, f. 1970.
4. Sigurður Freyr Stefánsson, verslunarmaður, f. 3. október 1973 í Hveragerði. Kona hans Ásdís Hrund Þórarinsdóttir.
5. Stefanía Þöll Stefánsdóttir, starfsmaður leikskóla, býr í Danmörku, f. 22. mars 1978 í Rvk. Maður hennar Smári Sigurjónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Björghildur.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.