Baldur Sigurlásson (sjómaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Baldur Sigurlásson frá Langagerði í Hvolhreppi, sjómaður fæddist 26. júlí 1926 og lést 28. júlí 1980.
Foreldrar hans voru Sigurlás Þorleifsson verkamaður, f. 13. ágúst 1893 á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, d. 26. nóvember 1980, og barnsmóðir hans Aðalheiður Gísladóttir ráðskona, húsfreyja, f. 26. janúar 1906, d. 9. ágúst 1933.

Baldur Sigurlásson

Barn Sigurláss og fyrri konu hans Rannveigar Guðlaugar Magnúsdóttur.
1. Margrét Freyja Sigurlásdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 29. júní 1921, d. 6. mars 1960.
Börn Sigurláss og Aðalheiðar Gísladóttur:
2. Hulda Sigurlásdóttir, f. 2. apríl 1924. Hún var í Langagerði í Hvolhreppi 1930, d. 31. október 2017.
3. Baldur Sigurlásson sjómaður, f. 26. júlí 1926, d. 28. júlí 1980.
Börn Sigurláss og síðari konu hans Þuríðar Vilhelmínu Sigurðardóttur.
4. Eggert Sigurlásson, f. 20. febrúar 1929 á Rafnseyri, d. 29. ágúst 1978.
5. Þorleifur Sigurlásson, f. 16. mars 1930 á Rafnseyri.
6. Anna Sigurlásdóttir, f. 18. janúar 1933 á Hálsi v. Brekastíg, d. 2. janúar 2010.
7. Kristín Sigurlásdóttir, f. 28. apríl 1935 á Reynistað.
8. Ásta Sigurlásdóttir, f. 5. febrúar 1937 á Reynistað, d. 29. mars 2015.
9. Ólöf Sigurlásdóttir, f. 11. janúar 1939 á Reynistað.
10. Jóna Sigurlásdóttir, f. 11. júlí 1940 á Reynistað.
11. Gústaf Sigurlásson, f. 19. september 1941 á Reynistað.
12. Helgi Sigurlásson, f. 8. janúar 1944 á Reynistað.
13. Andvana drengur, tvíburabróðir Helga, f. 8. janúar 1944 á Reynistað.
14. Reynir Sigurlásson, f. 6. janúar 1946 á Reynistað, d. 1. mars 1979.
15. Erna Sigurlásdóttir, f. 23. september 1947 á Reynistað, d. 19. júní 1989.
16. Margrét Sigurlásdóttir, f. 1. janúar 1949 á Reynistað.
17. Geir Sigurlásson, f. 1. apríl 1950 að Reynistað.
18. Linda Sigurlásdóttir, f. 5. mars 1955 að Reynistað.
Fósturdóttir Sigurláss, dóttir Þuríðar frá fyrra sambandi:
19. Margrét Sigurlaug Ólafsdóttir, f. 31. júlí 1926 í Djúpadal í Hvolhreppi, d. 13. apríl 2015.

Baldur var með móður sinni og Björgvin Hafsteini á Hásteinsvegi 17 1930. Móðir hans lést 1933. Hann var tökubarn hjá ömmu sinni og afa í Langagerði í Hvolhreppi 1932 og enn 1940, vinnumaður þar 1941 og 1942.
Baldur fluttist til Eyja 1942, var sjómaður.
Hann eignaðist barn með Sigríði 1950. Það varð kjörbarn Kristínar og Kristins.
Hann eignaðist barn með Ásdísi 1953.
Baldur lést 1980.

I. Barnsmóðir Baldurs var Sigríður Einarsdóttir frá Staðarfelli, f. 5. febrúar 1922, d. 9. júní 1989.
Barnið er:
1. Erla Kristinsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði og Garðabæ, f. 25. desember 1950 í Vestra-Stakkagerði, skírð á Kópaskeri.

II. Barnsmóðir Baldurs var Ásdís Jónasdóttir frá Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, fiskverkakona í Eyjum, síðar í Keflavík, f. 30. október 1909, d. 10. maí 2003. Foreldrar hennar voru Jónas Sveinsson bóndi, f. 4. nóvember 1875, d. 29. nóvember 1946 og kona hans Guðfinna Árnadóttir húsfreyja, f. 12. september 1874, d. 23. nóvember 1972.
Ásdís var systir
a) Engilberts Ármanns Jónassonar verkamanns, f. 28. febrúar 1906, d. 12. apríl 1987.
b) Sveins Jónassonar verkamanns, fiskverkanda, Brekastíg 7B 1930, og 1945, síðar bóndi á Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, f. 10. júlí 1902, d. 26. desember 1981.
Barn þeirra:
2. Héðinn Heiðar Baldursson leigubifreiðastjóri í Keflavík, f. 15. janúar 1953, d. 12. janúar 2018.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.