Baldur G. Bjarnasen

From Heimaslóð
Revision as of 14:20, 17 October 2021 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Baldur G. Bjarnasen“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Baldur Guðjón Óskarsson Bjarnasen.

Baldur Guðjón Bjarnasen frá Haukabergi, flugvirki yfirflugvélstjóri fæddist þar 27. janúar 1927 og lést 12. febrúar 2012 á heimili sínu í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Óskar A. Bjarnasen húsvörður, f. 21. mars 1899 í Vík í Mýrdal, d. 22. september 1957, og kona hans Rannveig Helgadóttir Bjarnasen húsfreyja, f. 3. febrúar 1898 á Seyðisfirði, d. 22. apríl 1956.

Börn Rannveigar og Óskars:
1. Baldur Guðjón Bjarnasen flugvirki, yfirflugvélstjóri, f. 27. janúar 1927 á Haukabergi, d. 12. febrúar 2012.
2. Ethel Maggý Bjarnasen húsfreyja, danskennari, bankastarfsmaður, f. 26. mars 1930 á Haukabergi, d. 29. desember 2001.

Baldur var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Lands 1932, þar sem Óskar faðir hans varð húsvörður Háskóla Íslands.
Baldur nam flugvirkjun við Spartan-flugskólann í Tulsa, Oklahoma í Bandaríkjunum.
Hann starfaði allan sinn starfsaldur sem flugvirki og síðar flugvélstjóri, yfirflugvélstjóri og yfirmaður viðhaldsdeildar hjá Loftleiðum og síðar sem flugvélstjóri hjá Flugleiðum. Hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir Flugvirkjafélag Íslands.
Þau Halla giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau byggðu hús við Laufbrekku 13 í Kópavogi, bjuggu þar um skeið. Þau fluttu til Blönduóss 2000, bjuggu þar við Skúlabraut 6.
Halla lést 2003. Baldur bjó síðast að Birkigrund 9b í Kópavogi.
Hann lést 2012.

I. Kona Baldurs var Halla Sigtryggsdóttir húsfreyja, fóstra, f. 7. júlí 1933, d. 28. maí 2003. Foreldrar hennar voru Sigtryggur Eiríksson frá Votumýri á Skeiðum, og kona hans Vilhelmína Þórdís Vilhjálmsdóttir húsfreyja, ættuð frá Reykjum á Skeiðum, f. 16. júní 1905, d. 31. júlí 1995.
Börn þeirra:
1. Þórdís Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 8. nóvember 1954. Maður hennar Gísli Guðmundsson.
2. Óskar Baldursson skrúðgarðyrkjufræðingur, f. 19. apríl 1957. Kona hans Sigrún Birgisdóttir.
3. Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður, f. 2. október 1962. Kona hans Sigrún Hrafnsdóttir.
4. Guðjón Þór Baldursson matreiðslumaður, f. 7. ágúst 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.