„Axel Einarsson (listmálari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Axel Theodór Einarsson''' frá Garðhúsum við Kirkjuveg 14, málari, listmálari fæddist þar 16. nóvember 1896 og lést 30. apríl 1974.<br> Foreldrar hans voru Einar Jónsson fiskimatsmaður, útgerðarmaður, f. 2. júní 1867, d. 19. apríl 1950, og kona hans Margrét Soffía Lísbet Vigfúsdóttir frá Hólshúsi við Bárustig 9, húsfreyja, f. 23....)
 
m (Verndaði „Axel Einarsson (listmálari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. febrúar 2023 kl. 15:44

Axel Theodór Einarsson frá Garðhúsum við Kirkjuveg 14, málari, listmálari fæddist þar 16. nóvember 1896 og lést 30. apríl 1974.
Foreldrar hans voru Einar Jónsson fiskimatsmaður, útgerðarmaður, f. 2. júní 1867, d. 19. apríl 1950, og kona hans Margrét Soffía Lísbet Vigfúsdóttir frá Hólshúsi við Bárustig 9, húsfreyja, f. 23. október 1857, d. 10. maí 1942.

Axel var með foreldrum sínum í æsku, í Garðhúsum 1910, vinnuhjú þar 1920, skráður skósmiður í Einarshöfn 1927.
Þau Kristín giftu sig 1922, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Einarshöfn við Kirkjuveg 15a .
Þar voru börn þeirra Soffía og Oddgeir. Þau fluttu úr Eyjum til Reykjavíkur 1930.
Axel var húsamálari, en málaði fjölda myndverka. Á annað hundrað málverka hans eru kunn, og nokkur þeirra eru varðveitt í Listasafninu í Eyjum. Dótturdóttir hans Silvi háskólakennari í Gautaborg fjallaði um list Axels 2011 í Eyjum.
Axel bjó síðast við Suðurlandsbraut 86c í Reykjavík.
Hann lést 1974 og Kristín 1984 í Svíþjóð.

I. Kona Axels, (9. desember 1922), var Kristín Símonardóttir húsfreyja, f. 12. september 1898, d. 20. mars 1984, jarðsett í Borås í Svíþjóð.
Börn þeirra:
1. Soffía Vigmo, bjó í Borås í Svíþjóð, f. 24. apríl 1923. Maður hennar Josef Vigmo.
2. Oddgeir Axelsson bjó síðast á Rauðarárstíg 7 í Reykjavík, f. 19. febrúar 1925, d. 13. febrúar 1999.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.