Auður Finnbogadóttir (Höfðavegi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Auður Finnbogadóttir.

Auður Finnbogadóttir húsfreyja, gistiheimilisrekandi fæddist 19. mars 1960 og lést 15. september 2020.
Foreldrar hennar Finnbogi Friðfinnsson frá Oddgeirshólum, kaupmaður, f. 3. apríl 1927, d. 21. desember 2003 og kona hans Kristjana Þorfinnsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, f. 10. febrúar 1930.

Auður vann ýmis störf, var fiskverkakona hjá Ísfélaginu, vann þjónustustörf, en síðan var hún með sjálfstæðan atvinnurekstur með Oddi manni sínum í Aska hostel.

I. Fyrrum maður hennar er Ásmundur Þórir Ólafsson, f. 15. september 1958. Foreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson, f. 21. október 1907, d. 9. nóvember 1981, og Ástrós Guðmundsdótir, f. 2. mars 1915, d. 24. maí 1988.
Barn þeirra:
1. Finnbogi Auðarson, f. 18. nóvember 1978.

II. Maður Auðar, (26. maí 1991), var Oddur Magni Guðmundsson sjómaður, gistiheimilisrekandi, f. 1. maí 1959, d. 3. október 2018.
Börn þeirra:
1. Bergvin Oddsson stjórnmálafræðingur, f. 16. apríl 1986. Kona hans Fanný Rósa Bjarnadóttir.
2. Hafsteinn Oddsson, f. 23. september 1993. Barnsmóðir hans Kristín Eva Eyjólfsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.