Auður Bárðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Auður Bárðardóttir.

Auður Bárðardóttir geðhjúkrunarfræðingur fæddist 6. ágúst 1956 á Austurvegi 2.
Foreldrar hennar Bárður Auðunsson skipasmíðameistari, f. 2. nóvember 1925, d. 10. desember 1999, og kona hans Ebba Þorsteinsdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, f. 19. maí 1927, d. 14. október 1987.

Börn Ebbu og Bárðar:
1. Steinunn Bárðardóttir, húsfreyja og dagmóðir, lærð hárgreiðslukona, f. 12. september 1949. Maki: Ísak Möller rekstrarstjóri.
2. Herjólfur bátasmíðameistari, f. 29. mars 1953. Kona hans er Ragnhildur Mikaelsdóttir húsfreyja frá Húsavík
3. Auður Bárðardóttir geðhjúkrunarfræðingur, f. 6. ágúst 1956. Maki: Þröstur Björgvinsson sálfræðingur.
4. Elínborg Bárðardóttir læknir, f. 26. maí 1960. Maki: Ólafur Þór Gunnarsson læknir.
5. Ásta Bárðardóttir kennari, f. 29. október 1961. Maki: Páll Kolka Ísberg sérfræðingur, skilin.

Auður varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1973, lauk 5. bekk í Flensborgarskóla 1974, lauk hjúkrunarprófi í H.S.Í. í september 1977. Hún lauk mastersprófi í hjúkrun í Kansas University, Kansas í Bandaríkjunum.
Hún var hjúkrunarfræðingur á vökudeild Landspítalans frá september 1977 til vors 1978, á Sjúkrahúsinu í Eyjum vorið 1978 til október s.ár, á sjúkrahúsi í Lillehammer í Noregi frá nóvember 1978 til desember 1979, á Landspítalanum janúar til ágúst 1980, Akerssykhus í Ósló september 1980 til desember 1985, á lyflækningadeild Landspítalans frá 1987, aðstoðardeildarstjóri frá september 1988-1990.
Þau Þröstur fluttu til Bandaríkjanna 1990. Þar vann Auður við geðhjúkrun til starfsloka vegna aldurs.
Þau Þröstur giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Naustavör í Kópavogi, búa nú í Walthan í Massachusetts.

I. Maður Auðar er Þröstur Björgvinsson sálfræðingur, f. 2. maí 1963. Foreldrar hans Björgvin Kjartansson múrari í Hafnarfirði, f. 4. nóvember 1941, og Erla Jónsdóttir félagsráðgjafi, f. 17. nóvember 1943.
Börn þeirra:
1. Hilda Þrastardóttir (Hilda A. G. Rock) læknir, f. 14. desember 1985. Maður hennar Alex Rock.
2. Berglind Þrastardóttir kvikmyndaleikstjóri í Berlín, f. 10. desember 1988. Maður hennar Miguel Benz.
3. Ásta Þrastardóttir grafískur hönnuður, f. 29. september 1991.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Auður.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.