Auðbjörg Pálsdóttir (Bólstað)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Auðbjörg Pálsdóttir kennari, sérkennari fæddist 20. janúar 1949 að Bólstað við Heimagötu 18.
Foreldrar hennar voru Páll Ólafur Gíslason sjómaður, bifreiðastjóri, f. 3. mars 1922 í Neskaupstað, d. 25. maí 2002, og kona hans Bára Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 16. desember 1925, d. 14. apríl 2015.

Auðbjörg Pálsdóttir.

Börn Báru og Páls:
1. Auðbjörg Pálsdóttir húsfreyja, sérkennari, f. 20. janúar 1949. Maður hennar Guðjón Ágúst Norðdahl.
2. Gísli Pálsson prófessor við Háskóla Íslands, rithöfundur, f. 22. desember 1949. Kona hans Guðný Sigurbjörg Guðbjörnsdóttir.
3. Sigurður Þór Pálsson námsmaður, f. 3. ágúst 1953, d. 24. maí 1971.
4. Karl Pálsson tæknifræðingur, f. 2. júní 1961, d. 9. desember 2017. Fyrrum kona hans Metta Baatrup. Sambýliskona hans Ólöf Elín Lind Sigurðardóttir.
5. Lilja Pálsdóttir húsfreyja, útibússtjóri, f. 2. september 1962. Maður hennar Halldór Sighvatsson.


Auðbjörg varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1966, lauk kennaraprófi 1971, nam í framhaldsdeild Kennaraháskólans 1973-1974.
Hún var stundakennari í Höfðaskóla í Rvk 1971-1972 og 1973-1974, kennari þar 1974-1975, kennari í Barnaskóla Keflavíkur 1972-1973, Öskjuhlíðarskóla frá 1975-2009.
Auðbjörg vann á skattstofunni, á Elliheimilinu í Skálholti, við fiskiðnað og í netagerð á námsárum sínum.
Þau Guðjón giftu sig 1987, eignuðust fósturbarn.

I. Maður Auðbjargar, (30. desember 1987), er Guðjón Ágúst Norðdahl lagermaður, f. 18. júlí 1952. Foreldrar hans voru Grímur Skúlason Norðdahl bóndi á Lágafelli í Mosfellssveit, f. 18. mars 1909, d. 8. ágúst 1997, og kona hans Ragnheiður Guðrún Guðjónsdóttir Norðdahl húsfreyja, f. 7. október 1912, d. 11. febrúar 1988.
Barn þeirra (fósturbarn):
1. Einar Vilhjálmsson aðstoðarmaður í vélsmiðju, f. 5. mars 1986.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.