„Arnheiður Sigurðardóttir (Ormskoti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Arnheiður Sigurðardóttir''' húsfreyja fæddist 20. júlí 1913 í Haga í Sandvíkurhreppi og lést 28. júlí 1990.<br> Foreldrar hennar voru Sigurður Björnsson bóndi á Lambastöðum í Flóa, f. 28. nóvember 1880 í Þjóðólfshaga í Holtahreppi, Rang., d. 10. febrúar 1954 og kona hans Þórunn Ingimundardóttir frá Bræðraborg á Stokkseyri, húsfreyja, f. 13. apríl 1890, d. 27. janúar 1985. Arnheiður var með foreldrum sínum í æsku og enn við giftin...)
 
m (Verndaði „Arnheiður Sigurðardóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 9. febrúar 2022 kl. 13:32

Arnheiður Sigurðardóttir húsfreyja fæddist 20. júlí 1913 í Haga í Sandvíkurhreppi og lést 28. júlí 1990.
Foreldrar hennar voru Sigurður Björnsson bóndi á Lambastöðum í Flóa, f. 28. nóvember 1880 í Þjóðólfshaga í Holtahreppi, Rang., d. 10. febrúar 1954 og kona hans Þórunn Ingimundardóttir frá Bræðraborg á Stokkseyri, húsfreyja, f. 13. apríl 1890, d. 27. janúar 1985.

Arnheiður var með foreldrum sínum í æsku og enn við giftingu 1939.
Þau Björn Gísli fluttu til Eyja, bjuggu í Ásum við Skólaveg 47.
Þau giftu sig 1939, eignuðust þrjú börn. Þau voru bændur í Ormskoti í Fljótshlíð.
Björn Gísli lést 1980 og Arnheiður 1990.

I. Maður Arnheiðar, (28. október 1939), var Björn Gísli Bjarnfreðsson bifreiðastjóri, síðan bóndi í Ormskoti, f. 24. júlí 1913, d. 30. apríl 1980.
Börn þeirra:
1. Þórdís Björnsdóttir, f. 26. febrúar 1942 á Ásum.
2. Hörður Björnsson, f. 22. nóvember 1944.
3. Sigríður Björnsdóttir, f. 4. júní 1954.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.