Arndís Egilson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. mars 2022 kl. 11:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. mars 2022 kl. 11:13 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Arndís Egilson.

Arndís Egilson húsfreyja, verkakona fæddist 3. apríl 1942 í Reykjavík og lést 14. júní 2005 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hennar voru Egill Egilson vátryggingamaður, f. 13. febrúar 1917, d. 14. september 1967, og kona hans Valborg Júlíusdóttir Guðmundsson Egilson húsfreyja, f. 30. desember 1918 í Kaupmannahöfn, d. 31. júlí 1987.

Arndís flutti til Bandaríkjann 18 ára.
Hún átti þar þrjú hjónabönd, eignaðist fjögur börn. Hún sneri til landsins 1968, vann á Reykjalundi, en bjó með Kjartani Þór í Bretlandi 1970-1971 og þar menntaðist hún í hundaþjálfun.
Arndís giftist Kjartani Þór 1971, eignaðist með honum tvö börn. Auk þess ólust tvær dætur hennar upp hjá þeim Kjartani.
Þau Kjartan bjuggu í fyrstu á höfuðborgarsvæðinu, en fluttust til Eyja í september 1974, bjuggu á Múla við Bárustíg 14B og Áshamri 5.
Í Eyjum vann Arndís við fiskiðnað og umönnun.
Arndís átti við langvinn veikindi að stríða. Hún lést 2005.

I. Maður Arndísar var Burk W. Smith, f. 3. júní 1937 í Bandaríkjunum.
Barn þeirra:
1. Egill Egilson, f. 30. maí 1960. Hann dvelur erlendis.

II. Maður Arndísar, (12. febrúar 1961, skildu), var Francis Joseph Clifford loftskeytamaður, f. 3. júní 1940 í Bandaríkjunum.
Börn þeirra:
2. Kathleen Valborg Clifford, f. 28. júlí 1961. Maður hennar, (skildu), var Gunnar Bogason. Síðari maður Agnar Helgason.
3. Helene Arndis Clifford (heitir nú Helen Arndís Kjartansdóttir), f. 18. október 1963.

III. Barnsfaðir hennar var Robert John Barstis, f. 17. júlí 1941 í Bandaríkjunum.
Barn þeirra:
4. Valborg Elin Barstis (heitir nú Valborg Elín Kjartansdóttir, f. 7. október 1967.

IV. Maður Arndísar (6. ágúst 1971), er Kjartan Þór Bergsteinsson frá Múla, loftskeytamaður, f. þar 15. september 1938.
Börn þeirra:
5. Arndís María Kjartansdóttir húsfreyja, kennari, fasteignasali, f. 3. júlí 1971. Maður hennar er Ómar Steinsson.
6. Kjartan Þór Kjartansson sjómaður, f. 30. janúar 1975, ókv.
7. Kolbrún Kjartansdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1980. Maður hennar er Örvar Ólafsson.
Börn Arndísar og fósturbörn Kjartans Þórs:
2. Helen Arndís Kjartansdóttir húsfreyja, f. 18. október 1963. Maður hennar er Baldur Þór Bragason.
4. Valborg Elín Kjartansdóttir húsfreyja, f. 7. október 1967. Sambýlismaður, (skildu) var Jón Trausti Haraldsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.