Ari Markússon (Akurey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. maí 2022 kl. 17:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. maí 2022 kl. 17:14 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ari Markússon.

Ari Markússon í Akurey, verkamaður fæddist 30. maí 1900 að Valstrýtu í Fljótshlíð og lést 18. mars 1972.
Foreldrar hans voru Markús Gíslason bóndi, f. 20. mars 1866, d. 28. september 1937, og kona hans Sigríður Aradóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1875, d. 25. apríl 1949.

Ari var með foreldrum sínum í æsku, með þeim 1920.
Þau Guðrún giftu sig 1924, vinnuhjú á Butru í Fljótshlíð, eignuðust sex börn, en misstu tvö þeirra ung.
Þau fluttu til Eyja 1925 og Elías sonur þeirra var í fóstri á Butru. Þau bjuggu að Ásbyrgi við fæðingur Esterar 1927, en á Heimagötu 30 í lok ársins, voru komin í Akurey 1929. Þau fluttust að Hólagötu 21 1951 og bjuggu þar meðan báðum entist líf.
Ari lést 1972. Guðrún bjó síðast hjá Selmu að Klausturhvammi 20 i Hafnarfirði og lést árið 2000.

I. Kona Ara, (19. júlí 1924 í Breiðabólstaðarsókn), var Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1905 í Haga í Gnúpverjahreppi, d. 13. september 2000.
Börn þeirra:
1. Elías Arason, rak fyrirtækið Járniðjan, vann síðan hjá Áhaldahúsi Hafnarfjarðar, f. 11. júní 1924 á Butru, d. 17. maí 2017. Kona hans Guðrún Jónsdóttir.
2. Ester Aradóttir, f. 28. júlí 1925 á Butru, d. 27. júlí 1926.
3. Ester Anna Aradóttir, verkakona, húsfreyja, f. 3. mars 1927 í Ásbyrgi, d. 2. september 2020.
4. Helgi Arason, f. 16. janúar 1929, d. samdægurs.
5. Emil Karvel Arason starfsmaður á Tanganum, síðar vaktmaður hjá Eimskip í Reykjavík, f. 23. apríl 1931 í Akurey.
6. Hörður Arason, starfsmaður Olíufélagsins í Grindavík, f. 8. október 1932 í Akurey.
Fósturbörn þeirra voru tvö dótturbörn þeirra og sonur Emils:
7. Selma Pálsdóttir, f. 17. júní 1946.
8. Ari Kristinn Jónsson, f. 6. mars 1949.
9. Daníel Emilsson, f. 29. desember 1953.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.