Anna Steinunn Jónsdóttir (Gjábakka)

From Heimaslóð
Revision as of 20:29, 27 April 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Anna Steinunn Jónsdóttir frá Gjábakka, húsfreyja í Selkirk í Kanada, fæddist 24. september 1879 og lést 16. júní 1956.
Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson á Gjábakka, f. 31. júlí 1843, og kona hans Veigalín Eiríksdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1843, d. 23. júní 1884.

Systkini Önnu Steinunnar í Eyjum voru:
1. Jónína Veigalín Jónsdóttir húsfreyja í Nýjabæ, f. 11. september 1873. Hún fór til Vesturheims frá Nýjabæ 1902 með eiginmanni, barni og tengdamóður sinni.
2. Jóhanna Sigríður Jónsdóttir, f. 15. september 1876, d. 16. apríl 1916. Hún fór til Vesturheims 1902 með manni og syni.
3. Eiríkur Jónsson, f. 20. júní 1882. Fór til Vesturheims frá Vilborgarstöðum 1903, 21 árs.

Anna Steinunn var með foreldrum sínum í bernsku, var tökubarn í Nýborg 1890, vinnukona þar 1901.
Hún fór til Vesturheims 1903 frá Nýborg, nefndist Duplissa.

Maður hennar, (1. júní 1916), var Henry Duplissa, af frönskum ættum. Þau settust að í Selkirk, en þar hafði Eiríkur bróðir hennar og aðrir ættmenn sest að.
Börn þeirra voru:
1. Victor, kvæntur, búsettur í Prince Rupert, British Columbia.
2. Lawrence, til heimilis í Selkirk.
3. George, kvæntur, búsettur í Prince Rupert, British Columbia.
Fósturdóttir þeirra var systurdóttir Önnu,
4. Emma A. Kristmanson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Lögberg, 05.07.1956 – Tímarit.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.