„Anna Scheving Sigurjónsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Anna Scheving“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 19. júlí 2022 kl. 11:53

Anna Sigurlaug Scheving Sigurjónsdóttir frá Reyðarfirði, húsfreyja, flokksstjóri fæddist þar 23. maí 1949.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Scheving Magnússon bifvélavirki, lögreglustjóri á Reyðarfirði, f. 6. nóvember 1923, d. 11. apríl 1989, og kona hans Anna Pálína Stefánsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1922, d. 13. maí 1998.

Anna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við fiskiðnað, síðar var hún flokksstjóri og póstur á Akureyri.
Þau Baldvin giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau fluttu til Eyja 1965, bjuggu í Skvísusundi í hálft ár, á Sólvangi við Kirkjuveg 29, á Heimagötu 25 og höfðu nýlega flutt að Víðivöllum, þegar gaus 1973. Þau bjuggu í Njarðvíkum til desembermánaðar 1973, fluttu til Akureyrar og bjuggu í Seljahlíð 30. Þau fluttu á Hvammstanga 1997, hafa búið á Laugabakka í Miðfirði í sjö og hálft ár.

I. Maður Önnu, (24. júní 1967), er Baldvin Sigurbjörn Baldvinsson sjómaður, vélstjóri, vinnuvélastjóri, forstöðumaður, eftirlitsmaður, f. 24. júní 1947 á Akureyri.
Börn þeirra:
1. Sigurjón Baldvinsson, f. 13. apríl 1968. Hann býr í Danmörku. Hann var hér starfsmaður Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Fyrrum kona hans Þórunn Brandsdóttir Gíslasonar. Fyrrum kona hans Aldís Brynjólfsdóttir. Barnsmóðir hans Viktoria Kiei, þýskrar ættar.
2. Baldvin Gunnlaugur Baldvinsson, f. 14. desember 1969 á Heimagötu 25. Hann er starfsmaður Toyota í Reykjavík. Barnsmóðir hans Laufey Harrysdóttir. Barnsmóðir hans Guðlaug Ósk Sigurðardóttir. Sambúðarkona hans er Elsa María Sigurðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.