Anna Oddný Ágústsdóttir Olsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. apríl 2020 kl. 12:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. apríl 2020 kl. 12:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Anna Oddný Ágústsdóttir Olsen“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Anna Oddný Ágústsdóttir frá Skálanesi, húsfreyja, f. 20. ágúst 1900 í Norðfirði, d. 12. maí 1959.
Foreldrar hennar voru Ágúst Sigurður Sveinbjörnsson sjómaður, f. 18. ágúst 1965 á Skálanesi við Seyðisfjörð, N-Múl., d. 22. desember 1934, og kona hans Kristín Ólafsdóttir frá Litlakoti, húsfreyja, f. þar 8. september 1868, d. 6. janúar 1944.

Barn Kristínar:
1. Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1893, d. 24. júní 1984. Hún var kona Stefáns Vilhjálmssonar á Litlu-Grund og í Hábæ, f. 24. ágúst 1890.
Börn Kristínar og Ágústs:
2. Petrún Ólöf Ágústsdóttir húsfreyja, (nefnd Petrína við jarðsetningu), síðast á Svalbarðseyri við Eyjafjörð, f. 14. maí 1898 á Nesi í Norðfirði, d. 5. mars 1985.
3. Anna Oddný Ágústsdóttir Olsen húsfreyja, f. 20. ágúst 1900 í Norðfirði, d. 12. maí 1959, bjó í Reykjavík.
4. Ingibjörg Ágústsdóttir húsfreyja, síðast á Breiðabliki á Svalbarðsströnd, f. 16. desember 1903, d. 10. janúar 1991.
5. Kristín Ágústa Ágústsdóttir, f. 5. september 1906, d. 27. september 1906.
6. Ágústa Kristín Ágústsdóttir húsfreyja, kaupkona, f. 14. september 1908, d. 20. janúar 2004.

Anna Oddný var með foreldrum sínum fyrstu árin, fluttist með þeim frá Kolableikseyri í Mjóafirði eystra til Eyja 1905. Hún var með þeim fyrstu árin, en fór í fóstur að Breiðabliki til Önnu Ásdísar og Gísla J. Johnsen 1910. Þar ólst hún upp, var þar síðan vinnukona
Þau Ditlev giftu sig 1920, bjuggu í fyrstu á Eiðinu.
Þau fluttu til Reykjavíkur um 1925, bjuggu á Garðarshólma í Skildinganesi í Reykjavík 1930.
Þau ólu ekki börn, en eignuðust kjörbarn.

I. Maður hennar, (9. október 1920), var Ditlev Kristján Jóhann Ólsen verslunarmaður í Garðarshólma í Reykjavík 1930, f. 15. febrúar 1894, d. 10. júní 1988.
Kjörbarn:
1. Richard Haukur Olsen Felixson, f. 2. mars 1926, d. 20. nóvember 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.