Anna Katrín Theodórsdóttir

From Heimaslóð
Revision as of 13:48, 20 September 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Anna Katrín Mathiesen Theódórsdóttir.

Anna Katrín Mathiesen Theodórsdóttir fæddist 28. október 1889 í Hafnarfirði og lést 15. október 1981.
Faðir hennar var Theodór Árni Mathiesen sjómaður og kaupmaður í Hafnarfirði, f. 28. desember 1853, d. 4. desember 1905, Árnason Mathiesen bónda á Ófriðarstöðum í Hafnarfirði og kaupmaður þar, f. 23. september 1819, d. 11. september 1890, Jónssonar prests, síðast á Arnarbæli í Ölfusi, f. 5. maí 1786, d. 11. nóvember 1859, Matthíassonar, og konu sr. Jóns, Ingibjargar húsfreyju, f. 22. febrúar 1788, d. 28. maí 1866, Pálsdóttur prests að Ofanleiti Magnússonar.
Móðir Theodórs Árna kaupmanns og kona Árna Mathiesen á Ófriðarstöðum var Agnes húsfreyja, f. 29. júlí 1822, d. 28. maí 1908, Steindórs (nefndi sig Waage eftir fæðingarstað sínum í Selvogi) skipherra og verslunarmanns í Hafnarfirði, f. 1776, d. 22. desember 1825, Jónssonar lögréttumanns í Selvogi Halldórssonar og konu hans Rannveigar Filippusdóttur, síðar konu Bjarna Sivertsen kaupmanns í Hafnarfirði.
Kona Steindórs skipherra og móðir Agnesar var Anna Katrín Velding, f. 1789, d. 21. ágúst 1843, dóttir Kristjáns Velding verslunarmanns á Brúarhrauni í Hafnarfirði 1801, og konu hans, Guðrúnar húsfreyju, f. um 1760, Jónsdóttur.

Móðir Önnu Theodórsdóttur Mathiesen og kona (1887) Theodórs Árna var Þuríður húsfreyja, f. 21. september 1855 í Kópavogi (býli), d. 30. mars 1938, Guðmundsdóttir bónda í Kópavogi, f. 1809 að Vatnsenda við Reykjavík, d. 1856, Árnasonar bónda á Vatnsenda og í Kópavogi, f. 17. febrúar 1781, d. 26. september 1854, Péturssonar, og konu Árna, Arnbjargar húsfreyju, f. 24. júlí 1780 í Mosfellssveit, d. 17. desember 1855, Þorkelsdóttur.
Móðir Þuríðar yngri og kona Guðmundar bónda í Kópavogi var Þuríður húsfreyja, f. 1810, d. 25. desember 1866, Magnúsdóttir bónda á Sveinavatni í Mosfellssókn, Árn. 1816, f. 1783 í Austurey í Grímsnesi, Bjarnasonar, og konu Magnúsar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1775, d. 4. júní 1868, Valgarðsdóttur.
Anna var með foreldrum sínum í æsku, í Hraunprýði í Garðasókn 1890, í Þórðar Guðmundssonar húsi í Reykjavík 1901, með ekkjunni móður sinni í húsi Jóns Hinrikssonar í Hafnarfirði 1910.
Hún flutti til Eyja með Jóni og Ingibjörgu systur sinni 1914, var vinnukona hjá þeim í Garðinum 1920 og 1927, með móður sinni og Ingibjörgu systur sinni í Garðinum 1930, í Heiðarbýli 1934, hjá Ingibjörgu í Heiðarbýli 1940 og 1945, verkakona þar 1949.
Anna lést 1981, jarðsett í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.