Anna Guðrún Jónsdóttir

From Heimaslóð
Revision as of 19:05, 6 December 2022 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Anna Guðrún Jónsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Anna Guðrún Jónsdóttir húsfreyja fæddist 29. júlí 1909 í Reykjavík og lést 11. janúar 1952.
Foreldrar hennar voru Jón Jakobsson íshússvörður, f. 20. desember 1872 í Reykjavíkursókn, d. 17. febrúar 1949, og Þorbjörg Nikulásdóttir, f. 18. september 1873 í Reykjavíkursókn, d. 26. júní 1925.

Anna var með foreldrum sínum á Vesturgötu 56 í Reykjavík 1920.
Þau Gunnlaugur giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Ísafirði 1930. Þau skildu.
Þau Jón giftu sig 1941, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Reykjavík, síðan á Grímsstöðum við Skólaveg 27, og á Heimagötu 25 í Vestmannaeyjum.
Anna Guðrún lést 1952 og Jón 1997.

I. Maður Önnu Guðrúnar var Gunnlaugur J. Halldórsson sýsluskrifari á Ísafirði, f. 28. nóvember 1906, d. 16. júlí 1962. Foreldrar hans voru Halldór Bjarnason frá Viðfirði, S.-Múl., utanbúðarmaður við Mjógötu 3 á Ísafirði 1910, síðar kaupmaður, f. 5. ágúst 1877, d. 21. apríl 1920, og kona hans Elísabet Bjarnadóttir frá Hafrafelli í N. -Múl., húsfreyja, f. 20. maí 1875, d. 5. mars 1956.
Barn þeirra:
1. Halldór Gunnlaugsson, f. 27. desember 1930, d. 16. nóvember 1977.

II. Maður Önnu Guðrúnar, (11. október 1941), var Jón Eiríksson lögfræðingur, skattstjóri, f. 14. mars 1916, d. 21. október 1997.
Barn þeirra:
1. Þorbjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, kennari, f. 22. júní 1942. Fyrrum maður hennar Edvard S. Ragnarsson. Maður hennar Símon Ólason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.