Anna Gísladóttir (Hæli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Anna Gíslína Gísladóttir á Hæli, húsfreyja fæddist 6. júlí 1898 á Kaðalsstöðum á Stokkseyri og lést 11. september 1984.
Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason bóndi, formaður á Stokkseyri, síðan verkamaður í Eyjum, f. 27. nóvember 1966, d. 29. desember 1935, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 6. október 1868, d. 30. desember 1945.

Börn Guðrúnar og Gísla:
1. Sigurþór Gíslason, f. 11. nóvember 1896, d. 1. mars 1915.
2. Anna Gíslína Gísladóttir húsfreyja á Hæli, f. 6. júlí 1898, d. 11. september 1984.
3. Sigurður Gíslason sjómaður, f. 23. apríl 1900, d. 4. mars 1966.
4. Víglundur Gíslason, f. 23. ágúst 1902, d. 28. mars 1977.
5. Gísli Gíslason sjómaður, f. 6. október 1904, d. 17. júní 1992.
6. Þóra Gísladóttir í Drangey, ljósmóðir, f. 18. nóvember 1906, d. 31. ágúst 1982.
7. Hinrik Gíslason formaður, vélstjóri, f. 4. júní 1909, d. 16. mars 1986.
8. Ingibjörg Gísladóttir verkakona, saumakona, f. 28. desember 1911, d. 28. maí 2003.
Fóstursonur þeirra var
9. Sigurþór Margeirsson bifreiðastjóri, bifvélavirkjameistari, forstjóri, f. 27. október 1925, d. 22. ágúst 2002.

Anna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist með Margeiri til Eyja 1925, bjó á Hæli 1927 með Margeiri og Sigurþór. Þau eignuðust Sigurð Valdimar Ragnar þar 1928 og Guðrúnu 1929.
Margeir lést 1930.
Þau Sigurður bjuggu á Hæli, eignuðust Trausta þar 1932 og Brynju 1934.
Sigurður lést 1974 og Anna 1984.

I. Fyrri maður Önnu var Margeir Guðmundur Rögnvaldsson verkamaður í Eyjum, f. 10. júní 1898 í Hnífsdal, Ís., d. 20. nóvember 1930.
Börn þeirra:
1. Sigurþór Margeirsson bifreiðastjóri, bifvélavirkjameistari, forstjóri, f. 27. október 1925 á Kalastöðum á Stokkseyri, d. 22. ágúst 2002.
2. Sigurður Valdimar Ragnar Margeirsson, f. 17. ágúst 1928 á Hæli, d. 5. mars 1931.
3. Guðrún Margeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 25. ágúst 1929 á Hæli.

II. Síðari maður Önnu var Sigurður Sigurðsson járnsmiður, f. 11. maí 1889 á Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, d. 25. apríl 1974.
Börn þeirra:
4. Trausti Sigurðsson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, síðar starfsmaður ÍSALS, f. 14. desember 1932 á Hæli.
5. Brynja Sigurðardóttir húsfreyja, f. 20. júní 1934 á Hæli, d. 23. september 2011.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.