Anna Erna Bjarnadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Erna Bjarnadóttir húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 16. mars 1943 í Kaupangi við Vestmannabraut 31 og lést 3. febrúar 1996.
Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason rakarameistari, f. 12. maí 1916, d. 26. desember 1998, og kona hans Kristín Einarsdóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1914, d. 7. febrúar 1995.
Börn Kristínar og Bjarna:
1. Jónína öryrki, fædd 9. janúar 1942, d. 17. september 2023.
2. Anna Erna húsfreyja og starfsmaður Íslensk ameríska verslunarfélagsins, fædd 16. apríl 1943, dáin 3. febrúar 1996, gift Magnúsi Karlssyni vélvirkja og tollverði.
3. Bjarni sjómaður, fæddur 20. nóvember 1946, dáinn 19. ágúst 1966.
4. Guðbjörg Helga húsfreyja og hjúkrunarfræðingur, fædd 2. maí 1948, gift Hjalta Jóhannssyni tæknifræðingi í Hafnarfirði.
5. Einar Bjarnason frystihússeigandi í Eyjum, f. 8. ágúst 1956, kvæntur Ester Ólafsdóttur Runólfssonar.

Anna Erna var með foreldrum sínum.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1960.
Anna Erna vann hjá Íslensk ameríska verslunarfélaginu.
Þau Magnús Þorsteinn giftu sig 1966, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu við Heiðarveg 26.
Anna Erna lést 1996.

I. Maður Önnu Ernu, (10. desember 1966), er Magnús Þorsteinn Karlsson vélstjóri, vélvirki , síðar tollgæslumaður, f. 4. júlí 1936, d. 13. apríl 2013. Foreldrar hans Karl Jóhann Jónsson bifreiðastjóri, dyravörður, f. 19. janúar 1898, d. 12. mars 1979, og Þorgerður Magnúsdóttir, f. 3. júní 1903, d. 22. júlí 1980.
Börn þeirra:
1. Kristín Björk Magnúsdóttir röntgentæknir, f. 7. nóvember 1965 á Heiðarvegi 26. Maður hennar Páll G. Arnar.
2. Þröstur Magnússon matreiðslumaður, f. 12. október 1971.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið apríl 1996. Minning Önnu Ernu.
  • Morgunblaðið 26. apríl 2013. Minning Magnúsar Þorsteins.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.