Anna Eiríksdóttir (Vegamótum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. nóvember 2019 kl. 14:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. nóvember 2019 kl. 14:08 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Anna árið 1977.

Anna Eiríksdóttir húsfreyja á Vegamótum fæddist 24. október 1902 og lést 4. janúar 1988.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Hjálmarsson kennari á Vegamótum, f. 11. ágúst 1856, d. 5. apríl 1931 og kona hans Sigurbjörg Rannveig Pétursdóttur, húsfreyja, f. 25. nóvember 1864, d. 28. október 1946.

Föðursystkini Önnu voru m.a. þessi:
1. Þórunn Hjálmarsdóttir húskona á Lágafelli, fyrr húsfreyja á Ljótarstöðum, kona Sigurðar Sigurðssonar bónda þar, fædd 13. ágúst 1853 á Ketilsstöðum í Mýrdal og lést 15. janúar 1938 í Skammadal þar.
2. Þorgerður Hjálmarsdóttir húsfreyja í Dölum, f. 4. júní 1855 á Ketilsstöðum, d. 2. mars 1939 í Eyjum, kona Jóns Gunnsteinssonar bónda.
3. Hjálmrún Hjálmarsdóttir vinnukona, síðar ráðskona í Reykjavík, f. 16. mars 1878, d. 9. mars 1950. Sambýlismaður hennar var Sigurður Sigmundsson frá Kotströnd í Ölfusi, verkamaður í Reykjavík.
4. Guðrún Hjálmarsdóttir húsfreyja á Akri, f. 12. apríl 1879 á Efri-Rotum, d. 23. september 1928 í Eyjum, kona Guðmundar Þórðarsonar vélstjóra og útgerðarmanns.
5. Helgi Hjálmarsson, – að Hamri, f. 13. október 1880 á Efri-Rotum, d. 6. apríl 1876. Konur hans voru Guðbjörg Vigdís Guðmundsdóttir húsfreyja og Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja.
6. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja í Oddhól, f. 6. september 1884 á Efri-Rotum, d. 15. ágúst 1937, kona Ólafs Guðmundssonar verkamanns.

I. Maður Önnu, (18. júní 1932), var Guðni Jónsson skipstjóri frá Ólafshúsum, f. 6. júní 1903, fórst með v.b. Nirði Ve-220 9. febrúar 1944.

Börn Önnu og Guðna:
1. Eiríkur Ágúst skólastjóri, f. 28. mars 1933, d. 26. júní 1987.
2. Jón Bergur, f. 2. júní 1934, d. 2. júlí 1935.
3. Sigurbjörg Rannveig húsfreyja, f. 29. desember 1935.
4. Gylfi menntaskólakennari, f. 16. nóvember 1937.
5. Hjálmar loftskeytamaður, tónlistarmaður, f. 9. desember 1940, d. 27. janúar 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Myndir