Alfreð Eyjólfsson (kennari)

From Heimaslóð
Revision as of 14:43, 4 July 2023 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Alfreð Eyjólfsson (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Alfreð Eyjólfsson.

Alfreð Eyjólfsson kennari, skólastjóri fæddist 25. september 1934 í Reykjavík og lést 31. október 2019.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Gíslason frá Vötnum í Ölfusi, verkamaður, f. 12. ágúst 1900, d. 16. september 1994, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja frá Eyrarbakka, f. 5. október 1902, d. 24. desember 1984.

Alfreð nam í Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1948-1950, í Samvinnuskólanum 1950-1951, lauk kennaraprófi 1954, stundaði nám í Kennaraháskólanum í Khöfn 1977-1978 (uppeldisfræði, bókmenntir, danska, náms- og starfsráðgjöf ofl.), sótti námskeið í íslensku og dönsku.
Hann var kennari í Barna- og unglingaskólanum á Hvammstanga 1954-1955, skólastjóri 1955-1956, kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1956-1957, Austurbæjarskólanum í Rvk frá 1957, yfirkennari 1974-1979, skólastjóri frá 1979-1994. Hann kenndi íslensku í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði 1995-2005. Hann var stundakennari í Lögregluskóla ríkisins frá 1967 og kenndi á námskeiðum, var lögreglumaður á sumrum í mörg ár.
Þau Guðjónía giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn.
Alfreð lést 2019.

I. Kona Alfreðs, (12. júlí 1958), er Guðjónía Bjarnadóttir húsfreyja, f. 15. desember 1939. Kjörforeldrar hennar voru Bjarni Þóroddsson yfirpóstafgreiðslumaður í Rvk, f. 15. september 1903, d. 24. júní 1983 og Kristín Bjarnadólttir, f. 19. nóvember 1900, d. 30. apríl 1991.
Börn þeirra:
1. Kristín Alfreðsdóttir kennari, f. 6. mars 1959.
2. Eyjólfur Bjarni Alfreðsson tónlistarmaður, f. 26. mars 1963.
3. Alfreð Jóhannes Alfreðsson, f. 7. ágúst 1967.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 19. nóvember 2019
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.